„Það er ábyggilega miklu auðveldara að fara í læknisfræði þegar maður er búinn að vera hjúkrunarfræðingur í mörg ár af því að þú ert með andlit á alla sjúkdóma, öll tilfelli og ýmislegt með þér sem gagnast,“ segir Kristín Sólveig Kristjánsdóttir, sérnámslæknir í bráðalækningum á bráðamóttökunni, en Kristín Sólveig lærði hjúkrun og starfaði sem hjúkrunarfræðingur áður en hún ákvað að fara í læknisfræðina.
Hún þekkir því vel til beggja starfsstéttanna og hefur samanburð. „Að mörgu leyti þá finnst mér stundum auðveldara að vera læknir en hjúkrunarfræðingur hér á þessari deild. Af því að sem hjúkrunarfræðingur hér ertu kannski á næturvakt með 10 til 15 sjúklinga og það þarf náttúrlega bara einhverja yfirnáttúrulega hæfileika til að halda yfirsýn og muna það sem þú ætlar að gera, í þeirri röð sem það þarf að gerast og svo kemur sjúkrabíll.
„Ég hef unnið sem fjallaleiðsögumaður og gert allan andskotann en það að vera …
Athugasemdir