Stríðið og skelfingarnar í Palestínu og örlög fólksins á Gaza voru ástæða stöðugra mótmæla í miðborg Reykjavíkur á árinu. Tjaldbúðir á Austurvelli og mótmælagöngur niður Laugaveg lituðu borgina og mannlífið.
Mynd úr þessari myndaseríu Golla, ljósmyndara Heimildarinnar, var valin Mynd ársins 2024, á verðlaunahátíð sem fram fór 22. mars síðastliðinn. Af því tilefni birtir Heimildin myndaseríuna í heild.
Hún er auk þess hluti af ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni er að finna 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum. Sýningin er opin til 27. apríl.





Athugasemdir (1)