Á nánast hverri einustu vakt koma sjúklingar á bráðamóttökuna þar sem vandamál við komu er skráð andleg vanlíðan. Sjúklingarnir koma sjálfir í gegnum biðstofuna, sumir með sjúkrabílum og stundum, í mjög alvarlegum tilvikum, eru sjúklingarnir fluttir með þyrlu ef þeir búa úti á landi. Þessi flokkun, andleg vanlíðan, nær utan um mjög marga hluti en alvarlegasta ástæðan er þegar einstaklingur er fluttur á bráðamóttökuna eftir sjálfsvígstilraun.
Hjördís Kristinsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri bráðamóttökunnar, segir vanda fólksins sem leitar til þeirra vegna andlegrar vanlíðunar oft með fjölþættan vanda. „Þetta er bara mjög umfangsmikið verkefni hérna hjá okkur. Við erum alltaf opin og fólk leitar hingað til okkar og núna í febrúar tókum við út tvær vikur og horfðum á þær og þá vorum við með yfir hundrað komur og sumir einstaklingar hafa fleiri en eina komu. Þannig að verkefnið er líka mjög fjölbreytt innan þessa hóps því að andleg vanlíðan getur tengst …
Athugasemdir