Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Björgun Teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérhæfðra starfsmanna sinnir sjúklingi sem var fluttur á bráðamóttökuna eftir sjálfsvígstilraun. Mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson

Á nánast hverri einustu vakt koma sjúklingar á bráðamóttökuna þar sem vandamál við komu er skráð andleg vanlíðan. Sjúklingarnir koma sjálfir í gegnum biðstofuna, sumir með sjúkrabílum og stundum, í mjög alvarlegum tilvikum, eru sjúklingarnir fluttir með þyrlu ef þeir búa úti á landi. Þessi flokkun, andleg vanlíðan, nær utan um mjög marga hluti en alvarlegasta ástæðan er þegar einstaklingur er fluttur á bráðamóttökuna eftir sjálfsvígstilraun.

Hjördís Kristinsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri bráðamóttökunnar, segir vanda fólksins sem leitar til þeirra vegna andlegrar vanlíðunar oft með fjölþættan vanda. „Þetta er bara mjög umfangsmikið verkefni hérna hjá okkur. Við erum alltaf opin og fólk leitar hingað til okkar og núna í febrúar tókum við út tvær vikur og horfðum á þær og þá vorum við með yfir hundrað komur og sumir einstaklingar hafa fleiri en eina komu. Þannig að verkefnið er líka mjög fjölbreytt innan þessa hóps því að andleg vanlíðan getur tengst …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár