Vilja losna við gamla refi úr ríkis stjórnum

Fjár­mála­ráð­herra hef­ur sett nýj­ar regl­ur um hvernig stað­ið er að vali í stjórn­ir stórra rík­is­fyr­ir­tækja. Helm­ing­ur stjórn­ar­formanna í þess­um fyr­ir­tækj­um í dag hef­ur gegnt trún­að­ar­störf­um við flokk­ana sem skip­uðu þá.

Vilja losna við gamla refi úr ríkis stjórnum

Nýjum reglum fjármálaráðherra um skipan valnefnda til að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækjanna í eigu ríkisins er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að fólk tengt stjórnmálaflokkum sé skipað í þessi störf. Reglurnar gilda þó aðeins um lítinn hluta fyrirtækja í eigu ríkisins, eða tíu af þeim 33 sem listuð eru upp á vef fjármálaráðuneytisins. Ljóst er þó að fyrirtæki í eigu ríkisins eru miklu fleiri en það, því mörg af þessum 33 upptöldum ríkisfyrirtækjum eiga dótturfélög, og ná nýjar kröfur um valnefndir ekki til þeirra heldur. 

Skoðun Heimildarinnar leiðir í ljós að af þessum tíu fyrirtækjum sem nýju reglurnar taka til eru stjórnir fimm þeirra undir formennsku einstaklinga sem hafa verið virkir í starfi stjórnmálaflokkanna sem skipuðu þá. Sumir eru augljóslega hæfir til að sinna stjórnarstörfum sínum, vegna menntunar og reynslu, á meðan aðrir hafa ekki jafnaugljósa hæfileika sem ráðherrar kunna að hafa litið til við …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár