Þakklátur fyrir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Þakklátur fyrir að vera á lífi

Vinnustofa Tolla er fyrir utan borgina, þar sem náttúran er allt í kring og sjálf Esjan frekust. Það er því líkast að vera komin í listagallerí, enda vinnustofan líka gallerí. Tolla seinkar, en á vinnustofunni er hávaxinn maður sem vinnur hjá honum tvo daga í viku. Hann er einn af mörgum fyrrverandi föngum sem Tolli hefur kynnst. Í mörg ár hefur hann farið í fangelsi landsins til að aðstoða fanga þar og eftir að afplánun lýkur. Meira um það síðar.  

Allir litir heimsins virðast vera samankomnir í þessu stóra rými á Esjumelum. Þetta er svolítið eins og að stíga inn í ævintýraheim. 

Listamaðurinn mætir, heilsar hlýlega og býður til sætis. Talið berst að starfinu sem hann hefur sinnt í rúma tvo áratugi með föngum og fyrrverandi föngum.

„Ég var í 12 spora samtökunum og var að sponsa mann sem hafði ungur verið dæmdur í fangelsi fyrir morð. Hann hafði setið …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Ég er einn af þeim sem er svo lánsamur að eiga Tolla að. Hann er svo bóngóður og getur ekki sagt nei við neinn sem kallast minniháttar, það hef ég nýtt mér einu sinni í söfnun fyrir MND á Íslandi. Ég kinnti hann fyrir Dönskum vini mínum, Evald Krog, myndlistarsafnara, sem þegar í stað féll fyrir snilli Tolla, hann átti margar myndir Tolla, sem Tolli sagði að hann hafi "rænt" af sér, hann borgaði helst aldrei uppsett verð heldur prúttaði um alla hluti.
    Ég á þó ógæfu Tolla að þakka okkar fyrstu kynni. Þannig var að hann átti vini og vinkonur sem hann gat treyst á ef svengd eða vímuefnaþurð sótti að og hann gat þá farið með myndir til þeirra sem keyptu af honum myndir fyrir sanngjarnt verð. Ein þessara vinkvenna var amma konunar minnar. Hún var þannig gerð að allt sem maður gerði fyrir hana skyldi gert upp. Ég neitaði ætíð peningum og vildi ekkert en í eitt skipti þá fékk ég greitt fyrir vinnu og efni eitt stykki litla mynd eftir Tolla. (Reyndar er engin mynd eftir Tolla "lítil") Þessa mynd áttum við í mörg ár og svo hallaði undan fæti hjá okkur og þá var nú gott að eiga einn Tolla til að eiga fyrir einni afborgun af bankaræningja láni eða svo. Takk Tolli það munar víða um þig.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár