Hinir flokkarnir græða á rangri skráningu Flokks fólksins

Sú fjár­hæð sem eyrna­merkt er styrkj­um til stjórn­mála­flokka í fjár­lög­um breyt­ist ekki þrátt fyr­ir að Flokk­ur fólks­ins stand­ist ekki skil­yrði til að hljóta styrk. Þær tæpu 89 millj­ón­ir sem flokk­ur­inn hefði feng­ið dreifast því á aðra.

Hinir flokkarnir græða á rangri skráningu Flokks fólksins
Inga Sæland segist ekki hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu Flokks fólksins þrátt fyrir að hann verði af styrknum. Mynd: Golli

Í Morgunblaðinu í fyrradag var greint frá því að Flokkur fólksins hlyti ekki styrk úr ríkissjóði í ár vegna þess að flokkurinn uppfyllti ekki lagaskilyrði fyrir opinberum styrkveitingum til stjórnmálaflokka.

Meðal þeirra skilyrða sem fyrir því eru að stjórnmálaflokkar hljóti opinbera styrki eru að flokkarnir séu skráðir sem slíkir hjá Skattinum. Flokkur fólksins er hins vegar ekki skráður sem stjórnmálaflokkur hjá stofnuninni, heldur félagasamtök.

Styrki til þeirra stjórnmálaflokka sem standast skilyrði skal greiða fyrir 25. janúar hvers árs. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur tjáð sig um það að til standi að breyta skráningunni að loknum landsfundi í febrúar og segist ekki hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu flokksins þrátt fyrir að hann verði af styrknum.

Flokkarnir fá 622,2 milljónir í fjárlögum

Í fjárlögum ársins 2025 er gert ráð fyrir því að 622,2 milljónir renni til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði. Það er minna en …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er Heimildin farin að lepja upp það sem Mogginn segir. Er ekki nóg að Dv geri það næstum daglega og e.t.v. fleiri fjölmiðlar. Getur Heimildin ekki verið sjálfbær um fréttir
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þetta er mesta ósvinna. Kjósendur Flokks fólksins samþykktu aldrei að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 20,8 milljónir króna af skattfé sínu og ekki heldur hina flokkana um einustu krónu. Reyndar hlýtur þetta að byggjast á rangri lagatúlkun. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka segir: "Heildarfjárhæðinni skal úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert." Það væri í andstöðu við þetta ákvæði að úthluta flokkum hærra hlutfalli af heildarfjárhæðinni en nemur atkvæðamagni þeirra. Ef hluti styrkjanna fellur niður vegna þess að einhver flokkur telst ekki uppfylla skilyrði fyrir styrk á sú fjárhæð einfaldlega ekki að vera greidd heldur sitja eftir í ríkissjóði. Þessari sparnaðartillögu er hér með komið á framfæri og það eina sem þarf til að hrinda henni í framkvæmd er að fylgja laganna bókstaf.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
4
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
4
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár