Í Morgunblaðinu í fyrradag var greint frá því að Flokkur fólksins hlyti ekki styrk úr ríkissjóði í ár vegna þess að flokkurinn uppfyllti ekki lagaskilyrði fyrir opinberum styrkveitingum til stjórnmálaflokka.
Meðal þeirra skilyrða sem fyrir því eru að stjórnmálaflokkar hljóti opinbera styrki eru að flokkarnir séu skráðir sem slíkir hjá Skattinum. Flokkur fólksins er hins vegar ekki skráður sem stjórnmálaflokkur hjá stofnuninni, heldur félagasamtök.
Styrki til þeirra stjórnmálaflokka sem standast skilyrði skal greiða fyrir 25. janúar hvers árs. Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, hefur tjáð sig um það að til standi að breyta skráningunni að loknum landsfundi í febrúar og segist ekki hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu flokksins þrátt fyrir að hann verði af styrknum.
Flokkarnir fá 622,2 milljónir í fjárlögum
Í fjárlögum ársins 2025 er gert ráð fyrir því að 622,2 milljónir renni til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði. Það er minna en …
Athugasemdir (2)