Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið

Verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Bláa lónið, vinnur nú markvisst að því að fjárfesta í verkefnum sem ekki eru í hættu af síendurteknum eldsumbrotum á Reykjanesi. Tugmilljarða hagsmunir eru af því að starfsemin haldi áfram og að fasteignum sé forðað frá því að verða hrauni að bráð. Varnargarðar sem verja orkuverið í Svartsengi verja líka krúnudjásn íslenskrar ferðaþjónustu. 

Lífeyrissjóðir og einkafjárfestar, sem keyptu sig inn í fyrirtækið rétt fyrir krítíska tíma, bæði kórónuveirufaraldur og eldsumbrot, hafa fjárfest fyrir milljarða króna á síðustu árum, á meðan hluthafar til áratuga hafa selt sig út úr fyrirtækinu. Af 21 starfandi lífeyrissjóðum á Íslandi eru að minnsta kosti sautján sem hafa fjárfest í Bláa lóninu. 

Á síðustu misserum hefur Bláa lónið keypt hluti í ferðaþjónustufyrirtækjum og lagt upp með stórhuga framkvæmdir á ferðamannastöðum á ósnortnu hálendinu. 

Ástæðuna má ekki síst rekja til jarðhræringa á Reykjanesi.

„Vegna yfirvofandi eldgosahættu var Bláa lónið rýmt með flýti í …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár