Verðmætasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Bláa lónið, vinnur nú markvisst að því að fjárfesta í verkefnum sem ekki eru í hættu af síendurteknum eldsumbrotum á Reykjanesi. Tugmilljarða hagsmunir eru af því að starfsemin haldi áfram og að fasteignum sé forðað frá því að verða hrauni að bráð. Varnargarðar sem verja orkuverið í Svartsengi verja líka krúnudjásn íslenskrar ferðaþjónustu.
Lífeyrissjóðir og einkafjárfestar, sem keyptu sig inn í fyrirtækið rétt fyrir krítíska tíma, bæði kórónuveirufaraldur og eldsumbrot, hafa fjárfest fyrir milljarða króna á síðustu árum, á meðan hluthafar til áratuga hafa selt sig út úr fyrirtækinu. Af 21 starfandi lífeyrissjóðum á Íslandi eru að minnsta kosti sautján sem hafa fjárfest í Bláa lóninu.
Á síðustu misserum hefur Bláa lónið keypt hluti í ferðaþjónustufyrirtækjum og lagt upp með stórhuga framkvæmdir á ferðamannastöðum á ósnortnu hálendinu.
Ástæðuna má ekki síst rekja til jarðhræringa á Reykjanesi.
„Vegna yfirvofandi eldgosahættu var Bláa lónið rýmt með flýti í …
Athugasemdir