Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.

Þuríður Sigurðardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir hafa kynnst á síðustu árum, í gegnum baráttu fyrir verndun Laugarnestanga og því að útsýninu þaðan og út til Viðeyjar verði ekki spillt. Heimildin ræddi við þær báðar um tengingu þeirra við svæðið og af hverju þeim þykir nauðsynlegt að verja bæði tíma sínum og orku í að ná eyrum fólks um mikilvægi þess að ekki verði ráðist í uppbyggingu sem spilli sjónásum af útivistarsvæðinu á tanganum.

Þuríður hefur ramma taug til Laugarnessins. Þar er hún nefnilega fædd og uppalin, en á ekkert þar í dag nema góðar minningar. Hún er búsett í Garðabæ en kemur reglulega í Laugarnesið til að fara í fjöruna. „Ég tel að það sé svo mikilvægt að fólk sem býr í borg eigi möguleika á griðastað sem Laugarnesfjaran er,“ segir Þuríður við Heimildina.

Hennar upplifun er sú að það sé …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár