Þuríður Sigurðardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir hafa kynnst á síðustu árum, í gegnum baráttu fyrir verndun Laugarnestanga og því að útsýninu þaðan og út til Viðeyjar verði ekki spillt. Heimildin ræddi við þær báðar um tengingu þeirra við svæðið og af hverju þeim þykir nauðsynlegt að verja bæði tíma sínum og orku í að ná eyrum fólks um mikilvægi þess að ekki verði ráðist í uppbyggingu sem spilli sjónásum af útivistarsvæðinu á tanganum.
Þuríður hefur ramma taug til Laugarnessins. Þar er hún nefnilega fædd og uppalin, en á ekkert þar í dag nema góðar minningar. Hún er búsett í Garðabæ en kemur reglulega í Laugarnesið til að fara í fjöruna. „Ég tel að það sé svo mikilvægt að fólk sem býr í borg eigi möguleika á griðastað sem Laugarnesfjaran er,“ segir Þuríður við Heimildina.
Hennar upplifun er sú að það sé …
Athugasemdir