„Náttúrufarið á Laugarnesi gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem er hvergi að finna annars staðar í Reykjavík,“ segir í verndaráætlun fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga, sem undirrituð var á milli Minjastofnunar Íslands og Reykjavíkurborgar árið 2016.
Frá því að þetta plagg var undirritað hefur stærðarinnar landfylling verið sett niður alveg við mörk minjasvæðisins, en það var gert á árunum 2019–2020 og framkvæmdaleyfi gefið út á grundvelli aðalskipulagsbreytinga sem samþykktar voru árið 2018. Á síðasta ári auglýsti Reykjavíkurborg svo tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir frekari stækkun landfyllingarinnar, auk þess sem opnað yrði á byggingu tveggja til þriggja hæða bygginga, allt að tíu metra hárra, á tveimur nýjum skilgreindum lóðum á svæðinu.
Segja má að slík áform, ef til þeirra …
Athugasemdir (1)