Ekki hægt að friðlýsa útsýnið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
Landfylling Úr Laugarnesi er útsýni til Viðeyjar. Í sjónlínuna er nú komin landfylling á forræði Faxaflóahafna. Hafnarstjórinn þar segir Faxaflóahafnir ekki deila sýn hóps fólks sem vill varðveita útsýnið yfir í Viðey, sem Minjastofnun og Reykjavíkurborg sögðu í verndaráætlun svæðisins að væri einstakt í Reykjavík. Mynd: Golli

„Náttúrufarið á Laugarnesi gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem er hvergi að finna annars staðar í Reykjavík,“ segir í verndaráætlun fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga, sem undirrituð var á milli Minjastofnunar Íslands og Reykjavíkurborgar árið 2016.

Frá því að þetta plagg var undirritað hefur stærðarinnar landfylling verið sett niður alveg við mörk minjasvæðisins, en það var gert á árunum 2019–2020 og framkvæmdaleyfi gefið út á grundvelli aðalskipulagsbreytinga sem samþykktar voru árið 2018. Á síðasta ári auglýsti Reykjavíkurborg svo tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem gert er ráð fyrir frekari stækkun landfyllingarinnar, auk þess sem opnað yrði á byggingu tveggja til þriggja hæða bygginga, allt að tíu metra hárra, á tveimur nýjum skilgreindum lóðum á svæðinu. 

Segja má að slík áform, ef til þeirra …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Faxaflóahafnir hafa aldrei kunnað sér hóf í landfyllingum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár