Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Samþykkt að halda landsfund í næsta mánuði

Mið­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur ákveð­ið að halda sig við upp­runa­lega dag­setn­ingu lands­fund­ar, 28. fe­brú­ar - 2. mars. Enn er óljóst hverj­ir muni sækj­ast eft­ir því að verða næsti formað­ur flokks­ins. Á veg­um flokks­ins starfa mál­efna­nefnd­ir sem skila álits­gerð­um og til­lög­um til lands­fund­ar auk drög að álykt­un­um fyr­ir fund­inn

Samþykkt að halda landsfund í næsta mánuði
Formaður Bjarni Benediktsson hlaut endurkjör sem formaður Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi, árið 2022. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn dagana 28. febrúar - 2. mars í Laugardalshöll. Þetta ákvað miðstjórn flokksins á fundi sínum fyrr í dag, en síðustu vikur hefur verið tekist á það um hvort fresta ætti fundinum vegna árstíma og veðurs. 

Landsfundur er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og hann fer með æðsta vald í málefnum flokksins. Þar verður meðal annars kosinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, en Bjarni Benediktsson kynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri. 

Enginn hefur enn tillkynnt um framboð sitt til formanns en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafa helst verið nefnd sem hugsanlegir arftakar Bjarna.

Á vegum flokksins starfa málefnanefndir sem skila álitsgerðum og tillögum til landsfundar auk drög að ályktunum fyrir fundinn. Nýjar málefnanefndir verða kosnar á fundinum í næsta mánuði.

Fólk víða að í málefnanefndum

Athyglisvert er að skoða hverjir hafa verið að sinna málefnastarfinu í hinum ýmsu nefndum. Til dæmis er Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), formaður atvinnuveganefndar flokksins. En framkvæmdastjóri SFS, Heiðrún Lind Marteinsdóttir er meðal nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Þá er Andrea Sigurðardóttir, annar fréttastjóri á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins, formaður í utanríkismálanefnd. Í þeirri nefnd sitja einnig starfandi og fyrrverandi þingmenn flokksins svo sem Diljá Mist Einarsdóttir, Jón Gunnarsson og Birgir Þórarinsson. 

Meðal nefndarmanna umhverfis- og samgöngunefndar er Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, sem var framkvæmdastjóri loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi. 

Í velferðarnefnd er Hann­es Þórð­ur Haf­stein Þor­valds­son, landsliðsmaður í karókí, meðal nefndarmanna ásamt Ásmundi Friðrikssyni, Bryndísi Haraldsdóttur og Óla Birni Kárasyni.

Aðeins færri sitja í upplýsinga- og fræðslunefnd en hinum málefnanefndunum en í henni eru meðal annars Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, auk Védísar Hervarar Árnadóttur, miðlunarstjóra Samtaka atvinnulífsins.

Hér að neðan má sjá hvernig málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins eru skipaðar:

Allsherjar- og menntamálanefnd    

Formaður: Kristinn Hugason

Aðrir nefndarmenn: Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Birna Hafstein, Þorkell Sigurlaugsson, Viktor Ingi Lorange, Sigríður Hallgrímsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Jóhann Gunnar Kristjánsson, Hafrún Olgeirsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Birgir Þórarinsson.

Atvinnuveganefnd  

Formaður: Jens Garðar Helgason 

Nefndarmenn:  Birta Karen Tryggvadóttir, Kristín S. Þorsteinsdóttir Bachmann, Örvar Már Marteinsson, Svavar Svavars Halldórsson, Bjarni Theódór Bjarnason, Sigríður Ólafsdóttir, Margrét Rúnólfsdóttir, Heiðar Hrafn Eiríksson, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Óli Björn Kárason.

Efnahags- og viðskiptanefnd  

Formaður: Kristófer Már Maronsson

Aðrir nefndarmenn:  Óttar Guðjónsson, Einar Þór Steindórsson, Þórður Ísberg Gunnarsson, Sigurður Ingi Sigurpálsson, Rósa Kristinsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Teitur Björn Einarsson og Diljá Mist Einarsdóttir.

Fjárlaganefnd

Formaður:  Sigríður Hallgrímsdóttir 

Aðrir nefndarmenn: Guðmundur Árnason, Halldór Karl Högnason, Elín Engilbertsdóttir, Harpa Halldórsdóttir, Elías Pétursson, Már Másson, Emilía Ottesen, Gísli Freyr Valdórsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Árnason.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Formaður:  Ingveldur Anna Sigurðardóttir

Aðrir nefndarmenn: Sólrún Ingunn Sverrisdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Hilmar Vilberg Gylfason, Hilmar Gunnlaugsson, Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, Regína Valdimarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Hildur Sverrisdóttir.

Umhverfis- og samgöngunefnd  

Formaður:  Helga Guðrún Jónasdóttir 

Aðrir nefndarmenn: Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Hilmar Ingimundarson, Kristinn Frímann Árnason, Snorri Ingimarsson, Guðbergur Reynisson, Vilhjálmur Árnason og Njáll Trausti Friðbertsson.

Utanríkismálanefnd

Formaður:  Andrea Sigurðardóttir 

Aðrir nefndarmenn: Sigurgeir Jónasson, Birna Hafstein, Bryndís Bjarnadóttir, Unnur Lilja Hermannsdóttir, Daníel Jakobsson, Orri Björnsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Birgir Þórarinsson og Jón Gunnarsson.

Velferðarnefnd

Kristín Traustadóttir, Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Elínóra Inga Sigurðardóttir, Dýrunn Pála Skaftadóttir, Grazyna María Okuniewska, Helga Reynisdóttir, Hildur K. Sveinbjarnardóttir, Heimir Örn Árnason, Ásmundur Friðriksson Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason.

Upplýsinga- og fræðslunefnd 

Formaður: Elsa B. Valsdóttir

Aðrir nefndarmenn: Magnús Sigurbjörnsson, Viggó Örn Jónsson, Davíð Ernir Kolbeins, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Védís Hervör Árnadóttir.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár