Forseti Sýrlands eftir valdaránið, Ahmed al-Sharaa, einnig þekktur sem Abu Muhammad al-Julani, átti fundi með erlendum sendinefndum sem komu til Damaskus. Hann tilkynnti þá ákvörðun að lýðræðislegar forsetakosningar yrðu haldnar eftir fjögur ár og ítrekaði að Sýrland myndi ekki ógna öðrum löndum.
Skömmu eftir valdarán Hay‘at Tahrir al-Sham yfir stjórn Assad brutust út hörð átök á milli öryggissveita nýja stjórnarhers HTS og Alawíta vegna ásakana um að íslamskur öfgahópur, hliðhollur HTS, hefði kveikt í helgidómi Alawíta. Alawítar eru sami trúarminnihlutahópur og Assad-fjölskyldan tilheyrir, sem var steypt af stóli á dögunum. Stjórnvöld í Damaskus héldu því fram að Íran hefði kynt undir óeirðunum með það að markmiði að skapa glundroða í Sýrlandi.
Á síðastliðnum vikum hafa hersveitir Ísraels (IDF) ráðist á …
Athugasemdir