Þegar hin átta ára gamla Mía fer í afmæli eða aðrar veislur þarf hún oftast að taka með sér nesti. Hún má nefnilega alls ekki borða það sem flestum finnst mesta kræsing: Glúten. Já, eða þær kræsingar sem oftast nær innihalda það – kökur, pítsur, pasta og ótrúlega margt fleira en glúten er prótein sem finnst í hveiti, byggi og rúgi.
Því Mía er með selíak, sjálfsofnæmissjúkdóm sem talinn er hrjá um að minnsta kosti eitt prósent heimsbyggðarinnar, og jafnvel hærra. Talið er að einungis 30 prósent þeirra sem eru með sjúkdóminn séu með greiningu, samkvæmt alþjóðlegu selíaksamtökunum. Tölur um fjöldann skortir á Íslandi.
„Stundum er þetta alveg mjög leiðinlegt,“ segir Mía, sem greindist snemma, sex ára gömul. Móðir hennar, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, kölluð Dunda, sér oftast um nestisgerðina.
„Þetta er náttúrlega svakalegt álag,“ segir Dunda. „Ef það er vöfflukaffi kem ég með mitt eigið vöfflujárn og geri …
Athugasemdir