Mest lesnu pistlar ársins 2024

Mest lesnu pistl­ar og skoðana­grein­arn­ar á ár­inu sem er að líða fjöll­uðu um Ára­móta­s­kaup­ið, Söngv­akeppni sjón­varps­ins og elít­isma sem ein­kenndi for­setafram­boð frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesnu pistlar ársins 2024

1.  Það sem var skrítið við áramótaskaupið

Mest lesni pistill ársins birtist fyrir næstum því heilu ári síðan, eða á nýársdag 2024. Í honum vakti Jón Trausti Reynisson máls á því hvernig áramótaskaupið hverfðist um upplifun frægs fólks og peningadýrkun, í stað þess að taka upp sjónarhorn almennings.

Birtist 1. janúar.

2. „Fáránleikinn“ tekur sviðið í Eurovision

Næst mest lesni pistill ársins fjallaði um brotalínur menningarstríðs sem lágu í gegnum Eurovision-söngvakeppnina í ár vegna stríðsreksturs Ísraels í Palestínu. „Því var áður spáð að hatrið myndi sigra, en það var í ár sem hræðslan við að sýna kærleika sigraði,“ skrifaði Jón Trausti um það að hinn palestínski Bashar Murad hefði lotið í lægra haldi fyrir Heru Björk.

Birtist 3. mars.

3. Þið eruð óvitar! – hlustið á okkur

Auður Jónsdóttir skrifaði um þann „anda elítisma“ sem henni þótti einkenna kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Þar kæmu saman menningarlegt vald, vald fjármagnsins og vald sjálfs valdakerfisins og leituðust við að styðja sinn frambjóðanda til sigurs.

Birtist 27. maí

4. Hvítur hrafn í óvissu

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festis, skrifaði um það sem hún lærði af japönskum yfirmanni sínum þegar hún starfaði í Tókýó við það verkefni að efla hagvöxt í Japan. Yfirmaðurinn sagði henni meðal annars að hún þyrfti að læra að taka óvissu opnum örmum. Ótímabær og nístandi dauðsföll í fjölskyldu Ástu árið 2023 minntu hana sömuleiðis á ófyrirsjáanleika lífsins. 

Birtist 11. janúar

5. Litla Gunna í Kristjaníu, litli Jón á Kvíabryggju

„Endi litla Gunna sem hassreykjandi auðnuleysingi í Kristjaníu eða litli Jón sem hvítflibbaglæpamaður á Kvíabryggju vill enginn þurfa að lifa með þeirri hugsun að hefðum við aðeins munað eftir sparinestisdeginum og mætt á badmintonmótið væri Gunna nú sviðsstjóri hjá borginni og Jón meðeigandi á lögmannsstofu.“ Sif Sigmarsdóttir skrifaði um foreldrahlutverkið og ábyrgðina og samviskubitið sem því fylgir.

Birtist 4. maí.

6. Það sem ég á Bjarna Ben að þakka

Sif Sigmarsdóttir skrifar um þakklætið og þann innblástur sem stjórnmálaferill Bjarna Benediktssonar, sem þá var nýorðinn forsætisráðherra í annað sinn, hefur veitt hennar pistlaskrifum. „Ávallt er Bjarni á sínum stað, eini fastinn í fallvöltum heimi, á vaktinni þegar Engeyjarættin og hugmyndalausir pistlahöfundar þurfa á hjálp að halda.“

Birtist 27. apríl.

7. Svens: Fíkn, sala, sakleysi og gróði

Jón Trausti Reynisson skrifar um þær söluaðferðir og auglýsingar sem nikótínsölurisinn Svens notfærir sér. „Eitt er að selja nikótín til fólks, annað er að markaðssetja góðlega teiknimyndafígúru meðvitað út frá sakleysi, dyggðum og heilnæmi, sem hefur augljóst aðdráttarafl fyrir börn og ungmenni,“ skrifar hann.

Birtist 26. febrúar.

8. Ég er hættur að eyða tíma með fjölskyldunni

„Ég hef lært að „eyða“ aldrei tíma með börnunum mínum eða fjölskyldu. Tímanum er einfaldlega alltaf varið með þeim,“ skrifaði Ísak Hilmarsson í pistli um það sem hann hefur lært. Hann hefur unnið að því að safna saman fæðingarsögum feðra og segir að sín upplifun sé sú að fæst pör hafi rætt saman um upplifanir sínar af fæðingum barna sinna.

Birtist 23. júní.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár