Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn.

Lásasmiðurinn sat á hækjum sér og var við það að opna hurðina. Lögreglukonan stóð fyrir aftan hann ásamt félaga sínum. Fyrir aftan þau voru nágrannar mannsins sem bjó í íbúðinni. Þeir höfðu óskað eftir aðstoð lögreglu því þeir höfðu áhyggjur af manninum. Bréfpósturinn hafði safnast upp í póstkassanum í anddyrinu og það hafði ekki sést til hans í nokkra daga. Lögreglukonan hugsaði um líf einstaklingsins sem bjó í íbúðinni. Hún og félagi hennar höfðu hringt dyrabjöllunni og reynt að hringja í síma mannsins. Þau höfðu bankað en ekki fengið neitt svar. Lögreglukonan var að hugsa um líf mannsins þegar lásasmiðurinn var í þann mund að dýrka upp lásinn til að opna dyrnar. „Maður er einhvern veginn viðbúinn öllu,“ segir lögreglukonan þegar hún er í aðstæðum sem þessum. 

Dyrnar opnuðust og það var eins og lögreglukonan gengi inn í fortíðina. Íbúðin var lítil. „Við förum inn …

Kjósa
61
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdotir skrifaði
    ALDREI HEF EG VERIÐ EINMANA!ÍHVAÐA AÐSTÆÐUM SEM EG HEF VERIÐ Í UM ÆVINA!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.
Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár