Hátindar ársins – listviðburðir 2024

List­in hef­ur ólg­að ár­ið 2024. Sumar­ið hófst með Lista­há­tíð í Reykja­vík og allt ár­ið hafa hinir og þess­ir fjöl­breyttu list­við­burð­ir kætt land­ann. Menn­ing­ar­blað­ið fékk nokkra áhuga­sama um list­a­líf­ið til að nefna hvaða list­við­burð­ir þeim fannst standa upp úr á ár­inu.

Silja Aðalsteinsdóttir

ritstjóri, höfundur og þýðandi

Gæti talið margt uppSilja Aðalsteinsdóttir reynir að sjá og heyra sem flest í menningarlífinu.

Það er illa gert við manneskju sem reynir að sjá og heyra sem flest í menningarlífinu að biðja hana að nefna þrjá viðburði á árinu. Auðvitað er ekki allt jafngott en það er svo margt annað en bein listræn úrvinnsla sem kemur til álita þegar maður raðar viðburðum upp eftir áhrifunum sem þeir höfðu á mann.

Ég sá Níu líf tvisvar á árinu, lokaári þeirrar gagnmerku sýningar, og bíómyndina Snertingu sá ég líka tvisvar, þetta segir sitt. Ég sá þrjár óperusýningar sviðslistahópsins Óðs á árinu og gæti valið þær allar! Hallgrímur Helgason hefur á árinu gefið út stóra og mikilvæga skáldsögu, sýnt áhrifamikið yfirlit myndverka sinna á Kjarvalsstöðum og verið með leikhúsuppistand úr sagnabálkinum um Segulfjörð, ég gæti sett hann í öll þrjú sætin. Ég hreifst líka …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár