Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Hugmyndaauðgi og skemmtilegt samspil

Salka Guð­munds­dótt­ir ætl­ar að lauma bók­inni að grunn­skóla­barn­inu á heim­il­inu eft­ir að hafa rýnt í Hluta­veik­ina eft­ir Þór­ar­in Eld­járn með mynd­um Sigrún­ar Eld­járn – hinu skemmti­lega sam­spili þeirra.

Hugmyndaauðgi og skemmtilegt samspil
Bók

Hluta­veik­in

Höfundur Þórarinn Eldjárn
Gullbringa ehf.
Niðurstaða:

HLUTAVEIKIN

Þórarinn Eldjárn

Gullbringa ehf.

ÞRJÁR OG HÁLF STJARNA

Gefðu umsögn

Aðalpersóna Hlutaveikinnar, drengurinn Freysteinn Guðgeirsson, verður fyrir nokkru sem afskaplega mörg börn ættu að kannast við – gríðarlegt pakkaflóð á jólum svo gott sem hrifsar hann með sér og magnar upp pakkaæsing og „hlutaveiki“ í stráksa. Þetta er kunnuglegt stef úr bókum og bíómyndum fyrir börn en ekki síður kunnuglegt úr raunveruleikanum. Hér er það Þórarinn Eldjárn sem fjallar um þennan ósköp venjulega strák sem gengur í skóla, tónskóla, teikniskóla, dansskóla og fluguhnýtingaskóla – er sem sagt tómstundum hlaðinn eins og svo mörg börn í nútímanum – og á ansi skrautlega fjölskyldu sem inniheldur meðal annars þvottekta sjóræningja og sjö frænkur sem allar heita Rósa.

Bókin einkennist af hinu skemmtilega samspili texta Þórarins og mynda Sigrúnar Eldjárn sem bregður upp litríkum og kómískum söguheimi. Umbrot og pappír falla vel að myndunum og áferðin á bókinni er vel heppnuð. Þótt meginþráður og inntak sögunnar sé vel þekkt minni, eins og áður var lýst, eru það smáatriðin sem gera hana skondna, lyfta henni yfir klisjurnar og  ljá henni sérstakan karakter. Sjóræningjafrændinn Egill, sem situr og tálgar á sér fótinn í fjölskylduboðinu, er til að mynda drepfyndinn. Þegar foreldrar Freysteins standa uppi ráðþrota með hlutasjúkt barn hafa þau samband við unga, velmenntaða norn sem starfrækir ráðgjafarstofu. Í bókarlok skemmtir fjölskyldan sér og fíflast eins og „nýútskrifaðir flóðhestar á skautum“ (bls. 45). Þessi hugmyndaauðgi glæðir söguna lífi.

„Bókin einkennist af hinu skemmtilega samspili texta Þórarins og mynda Sigrúnar Eldjárn“
Salka Guðmundsdóttir

Óþarfi að halda stíft við augnablikið

Fram kemur að sagan af Freysteini og hlutaveikinni hafi fyrst komið út í safnriti frá árinu 1993, sem útskýrir það sem ég klóraði mér aðeins í kollinum yfir við fyrsta lestur; að drengurinn skuli meðal annars fá geisladiska í jólagjöf og að á mynd frá aðfangadagskvöldi skuli birtast gamaldags Nintendo-tölva. Uppi á vegg á einni síðunni hangir svo dularfullt dagatal frá 1986. Það skiptir svo sem litlu; enn eru einhver börn sem fá geislaplötur til að geta spilað í litlum spilara í herberginu sínu, það er vissulega hægt að kaupa retró-útgáfur af NES-leikjatölvunni og sagan má allt eins gerast fyrir tæplega 40 árum enda er kjarninn í henni enn viðeigandi. Í söguheimi þar sem bangsar eru lifandi og læknir er kallaður til vegna hlutaveiki er óþarfi að halda sig stíft við augnablikið (og kannski stærsta frávikið frá nútímanum að fást skuli læknir í húsvitjun og foreldrar Freysteins skuli ekki þurfa að bíða í mánuð eftir að mega hringja í heilsugæsluna og reyna að komast á biðlista eftir símtali í apríl á næsta ári!). Ég hafði altént gaman af lestrinum og nú er næst á dagskrá að lauma bókinni að grunnskólabarninu á heimilinu, nú þegar líður að jólum og líkur á hlutaveikismiti fara sívaxandi.

Í hnotskurn: Létt, smellin og litrík saga sem bæði krakkar og foreldrar geta hæglega skemmt sér yfir.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu