Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hugmyndaauðgi og skemmtilegt samspil

Salka Guð­munds­dótt­ir ætl­ar að lauma bók­inni að grunn­skóla­barn­inu á heim­il­inu eft­ir að hafa rýnt í Hluta­veik­ina eft­ir Þór­ar­in Eld­járn með mynd­um Sigrún­ar Eld­járn – hinu skemmti­lega sam­spili þeirra.

Hugmyndaauðgi og skemmtilegt samspil
Bók

Hluta­veik­in

Höfundur Þórarinn Eldjárn
Gullbringa ehf.
Niðurstaða:

HLUTAVEIKIN

Þórarinn Eldjárn

Gullbringa ehf.

ÞRJÁR OG HÁLF STJARNA

Gefðu umsögn

Aðalpersóna Hlutaveikinnar, drengurinn Freysteinn Guðgeirsson, verður fyrir nokkru sem afskaplega mörg börn ættu að kannast við – gríðarlegt pakkaflóð á jólum svo gott sem hrifsar hann með sér og magnar upp pakkaæsing og „hlutaveiki“ í stráksa. Þetta er kunnuglegt stef úr bókum og bíómyndum fyrir börn en ekki síður kunnuglegt úr raunveruleikanum. Hér er það Þórarinn Eldjárn sem fjallar um þennan ósköp venjulega strák sem gengur í skóla, tónskóla, teikniskóla, dansskóla og fluguhnýtingaskóla – er sem sagt tómstundum hlaðinn eins og svo mörg börn í nútímanum – og á ansi skrautlega fjölskyldu sem inniheldur meðal annars þvottekta sjóræningja og sjö frænkur sem allar heita Rósa.

Bókin einkennist af hinu skemmtilega samspili texta Þórarins og mynda Sigrúnar Eldjárn sem bregður upp litríkum og kómískum söguheimi. Umbrot og pappír falla vel að myndunum og áferðin á bókinni er vel heppnuð. Þótt meginþráður og inntak sögunnar sé vel þekkt minni, eins og áður var lýst, eru það smáatriðin sem gera hana skondna, lyfta henni yfir klisjurnar og  ljá henni sérstakan karakter. Sjóræningjafrændinn Egill, sem situr og tálgar á sér fótinn í fjölskylduboðinu, er til að mynda drepfyndinn. Þegar foreldrar Freysteins standa uppi ráðþrota með hlutasjúkt barn hafa þau samband við unga, velmenntaða norn sem starfrækir ráðgjafarstofu. Í bókarlok skemmtir fjölskyldan sér og fíflast eins og „nýútskrifaðir flóðhestar á skautum“ (bls. 45). Þessi hugmyndaauðgi glæðir söguna lífi.

„Bókin einkennist af hinu skemmtilega samspili texta Þórarins og mynda Sigrúnar Eldjárn“
Salka Guðmundsdóttir

Óþarfi að halda stíft við augnablikið

Fram kemur að sagan af Freysteini og hlutaveikinni hafi fyrst komið út í safnriti frá árinu 1993, sem útskýrir það sem ég klóraði mér aðeins í kollinum yfir við fyrsta lestur; að drengurinn skuli meðal annars fá geisladiska í jólagjöf og að á mynd frá aðfangadagskvöldi skuli birtast gamaldags Nintendo-tölva. Uppi á vegg á einni síðunni hangir svo dularfullt dagatal frá 1986. Það skiptir svo sem litlu; enn eru einhver börn sem fá geislaplötur til að geta spilað í litlum spilara í herberginu sínu, það er vissulega hægt að kaupa retró-útgáfur af NES-leikjatölvunni og sagan má allt eins gerast fyrir tæplega 40 árum enda er kjarninn í henni enn viðeigandi. Í söguheimi þar sem bangsar eru lifandi og læknir er kallaður til vegna hlutaveiki er óþarfi að halda sig stíft við augnablikið (og kannski stærsta frávikið frá nútímanum að fást skuli læknir í húsvitjun og foreldrar Freysteins skuli ekki þurfa að bíða í mánuð eftir að mega hringja í heilsugæsluna og reyna að komast á biðlista eftir símtali í apríl á næsta ári!). Ég hafði altént gaman af lestrinum og nú er næst á dagskrá að lauma bókinni að grunnskólabarninu á heimilinu, nú þegar líður að jólum og líkur á hlutaveikismiti fara sívaxandi.

Í hnotskurn: Létt, smellin og litrík saga sem bæði krakkar og foreldrar geta hæglega skemmt sér yfir.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár