Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Svona braut Festi samkeppnislög

Festi sak­aði Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið um of­beldi og valdníðslu eft­ir að hafa þurft að gang­ast und­ir ströng skil­yrði vegna kaupa á N1. Um­boðs­mað­ur reyndi að færa fé­lag yf­ir á son sinn og fé­lag­ið gerði minni fyr­ir­tækj­um ómögu­legt að kom­ast á mark­að.

Svona braut Festi samkeppnislög
Festi keypti N1 og gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið um margvíslegar aðgerðir til þess að tryggja samkeppni í kjölfarið. Félagið braut þær og var sektað um 750 milljónir fyrir vikið. Mynd: Bára Huld Beck

Eigandi Elko og Krónunnar, eignarhaldsfélagið Festi, var sektað um 750 milljónir króna af Samkeppniseftirlitinu fyrir margvísisleg brot gegn samkeppnislögum fyrir helgi. Sektað var fyrir brot á skilyrðum, eða sátt, sem áttu að vernda og efla samkeppni á eldsneytismarkaði og sett voru til þess að tryggja aðgengi að eldsneyti í heildsölu og innkomu nýs keppinautar í stað samkeppni sem fyrri eigandi Krónunnar hafði undirbúið.

Þá var brotið á skilyrðum sem var ætlað að vernda og efla samkeppni á dagvörumarkaði vegna samþjöppunar á markaði og samþættingar dagvara og eldsneytis sem mátti rekja til samrunans. 

Margvísisleg skilyrði til að tryggja samkeppni

Skilyrði sem varðaði endurskoðun á samstarfi og samningi við keppinaut á dagvörumarkaði var brotið. Að lokum var brotið gegn þeirri skyldu félagsins að veita óháðum kunnáttumanni (nokkurs konar eftirlitsmanni) nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð og hindrað hann þannig í eftirliti sínu.

Með sátt við Samkeppniseftirlitið hefur Festi viðurkennt að hafa brotið skilyrði sem …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Munurinn á kapítalisma og heiđarlegri skynsemi er ađ kapítalismi þolir ekki eftirlit.
    1
  • ES
    Egill Sveinbjörnsson skrifaði
    Áhugavert
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár