Á túnum jarðarinnar Vígholtsstaða í Dölum hafa tré víða tekið við af sauðfé á beit. Þar hefur skógrækt verið stunduð frá aldamótum og nú, aldarfjórðungi síðar, er sums staðar orðið ágætt skjól fyrir norðanáttinni. Á þessum slóðum er nokkuð flatlent og því víðsýnt til allra átta. Alla leið til Ljósufjalla á Snæfellsnesi í suðvestri. Þau hafa tekið að skjálfa síðustu misseri. Minnt á að eldstöðin sé enn virk og að á henni beri að hafa gætur.
En það er þó í þveröfuga átt sem fjölskyldan á Vígholtsstöðum hefur þurft að beina athygli sinni síðustu ár. Athygli og áhyggjum. Þau hafa horft til heiðarinnar í norðaustri, þaðan sem kaldir vindar alla leið frá Norður-Íshafinu blása, þeir hinir sömu og þau hafa reynt að verjast með trjágróðri.
Það er þessi vindur, þessi oft og tíðum jökulkaldi vindur, sem varð skyndilega fyrir nokkrum árum fyrirferðarmeiri en nokkru sinni í lífi fjölskyldunnar. Því á …
Athugasemdir (3)