Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
Innanlandsflug Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið umdeildur. Áfram er unnið að því að rannsaka hvort Hvassahraunsflugvöllur geti leyst hann af hólmi með tíð og tíma. Þangað til nýr valkostur verður tilbúinn vill Samfylkingin að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Mynd: Golli

Logi Einarsson, þingflokksformaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, birti samhljóða greinar í tveimur staðarmiðlum í Norðausturkjördæmi í vikunni og sagði þar að það væri „ófrávíkjanleg krafa“ Samfylkingarinnar að flugvöllur yrði í Vatnsmýri, að minnsta kosti þar til búið sé að finna betri kost, sem allir landsmenn séu sáttir við.

„Í litlu en risastóru landi með svo óhagstæðri íbúadreifingu er óhjákvæmilegt að íbúar muni áfram þurfa að sækja umtalsvert til höfuðborgarinnar. Því þarf að bæta þjóðvegakerfið heilmikið. Þá er það ófrávíkjanleg krafa af hálfu Samfylkingarinnar að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík, a.m.k. þangað til annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar: Kostur sem allir landsmenn eru sáttir við. Hann er hins vegar ekki í sjónmáli,“ skrifaði Logi í greinum sínum, sem fjalla um áherslumál flokksins í byggðamálum og birtust á vef Vikublaðsins á Akureyri og Austurfréttar á miðvikudag.

Nýr tónn eða stefna?

Heimildin fékk ábendingu um þessi skrif Loga frá kjósanda í Norðausturkjördæmi sem taldi að í orðum Loga væri mögulega um einhverja breytingu á stefnu Samfylkingarinnar að ræða, eða að minnsta kosti tóni, enda hefði borgarstjórnarflokkur flokksins, ráðandi afl í Reykjavíkurborg undanfarinn rúman áratug, sett það á dagskrá að koma flugvellinum úr Vatnsmýri og byggja þar upp þétta miðborgarbyggð. 

FlugLogi Einarsson er oddviti Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Þannig mætti segja að Samfylkingin hefði til þessa fremur sætt sig við tímabundna áframhaldandi veru flugvallarins með semingi, fremur en að tala með þeim hætti að það væri ófrávíkjanleg krafa flokksins að hann færi ekki fet fyrr en aðrar lausnir væru klárar.

Logi sem stjórnmálamaður hefur hins vegar talað lengi fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði að vera í Vatnsmýri þar til annar valkostur sé tilbúinn. Á sama tíma hefur hann gagnrýnt þá sem vilja „ekki neitt nema Vatns­mýr­ina eða dauða“, eins og hann orðaði það í viðtali í hlaðvarpsþætti um skipulagsmál, Aðförinni, árið 2017.

„Vegna þess að ef að flug­völl­ur­inn fer til Kefla­víkur – vegna þess að hann fer fyrr eða síðar – án þess að það sé búið að gera ein­hverjar úrbætur á sam­göngum þar á milli þá erum við í hrylli­legri stöðu. Þá gætu sam­göngur með inn­an­lands­flugi lagst af,“ sagði Logi á þeim tíma, þegar hann var formaður flokksins. 

Í kosningastefnu Samfylkingarinnar sem finna má á vef flokksins kemur svo fram að afstaða flokksins til flugvallar í Vatnsmýri sé „í samræmi við samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 2019 þar sem fram kemur að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni þar til annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn“.

Skrif Loga eru þannig bæði í samræmi við það sem hann hefur áður sagt og núverandi stefnu Samfylkingarinnar.

Breytt afstaða Samfylkingarfólks til Reykjavíkurflugvallar

Samfylkingin hefur um nokkurt skeið mælst stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum og hefur forystufólk flokksins lagt áherslu á að tala til breiðari hóps en áður. Það virðist hafa skilað flokknum auknu fylgi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem Samfylkingin hefur um langt árabil átt erfitt uppdráttar. 

Nýju fylgi fylgja breyttar áherslur í kjósendahópnum, að minnsta kosti í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri. Könnun frá Maskínu í október sýndi að fleiri stuðningsmenn Samfylkingar voru orðnir hlynntir því að framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar yrði í Vatnsmýri en sögðust því andvígir.

Tæp 40 prósent væntra kjósenda Samfylkingar sögðust fylgjandi því að flugvöllurinn yrði í Vatnsmýri til framtíðar en rétt um 33 prósent voru því andvíg. Um 27 prósent væntra kjósenda flokksins sögðust því andvíg.

Þetta eru töluverð umskipti frá því sem áður hefur verið. Þegar Maskína spurði með sambærilegum hætti í mars og apríl árið 2018 voru 30 prósent stuðningsmanna Samfylkingar hlynnt því að flugvöllur yrði í Vatnsmýri til framtíðar en 57,8 prósent sögðust því andvíg.

Á sama tíma og þessar breytingar hafa orðið á afstöðu Samfylkingarfólks hefur stuðningur við það að framtíð Reykjavíkurflugvallar sé í Vatnsmýri þó haldið áfram að dragast saman.

Í nýrri könnun Maskínu eru 48 prósent landsmanna á þeirri skoðun að rétt sé að hafa flugvöllinn í Vatnsmýri til framtíðar. Árið 2018 voru 54 prósent landsmanna þeirrar skoðunar en árið 2013 sögðust 72 prósent landsmanna fylgjandi því að völlurinn yrði áfram í Vatnsmýri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Viðreisn tekur stórt stökk í mælingu Prósents
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Við­reisn tek­ur stórt stökk í mæl­ingu Pró­sents

Ný mæl­ing á fylgi flokka frá Pró­sent sýn­ir Við­reisn taka stökk al­veg upp að hæl­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en báð­ir flokk­ar mæl­ast nú með yf­ir 21 pró­sents fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 12 pró­sent fylgi í þess­ari nýju könn­un sem er versta mæl­ing sem flokk­ur­inn hef­ur feng­ið nokkru sinni. Hvorki Pírat­ar né Vinstri græn mæl­ast með yf­ir fimm pró­senta fylgi á landsvísu.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár