Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Áhrif Trumps á heiminn og fjárhag íslenskra heimila

Bú­ast má við því að áætlan­ir Don­alds Trump í efna­hags­mál­um, um háa vernd­artolla á inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna og brott­vís­an­ir mik­ils fjölda vinn­andi handa, muni leiða til auk­inn­ar verð­bólgu og dvín­andi hag­vaxt­ar í heim­in­um. Hvort tveggja mun koma beint við buddu ís­lenskra heim­ila. Heim­ild­in skoð­ar hvað önn­ur for­seta­tíð Don­alds Trump mun hafa í för með sér fyr­ir vest­ræna banda­menn.

Undir lok árs 2015 sagði ungur aðstoðarmaður innanríkisráðherra á samfélagsmiðlinum sem þá hét Twitter að Donald Trump, þá forsetaframbjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins, væri þröngsýnn, fáfróður, fordómafullur fábjáni. Karakter Trumps hefur líklega ekkert breyst síðan þá, en staða aðstoðarmannsins fyrrverandi hefur hins vegar gert það. 

„Ég óska Don­ald Trump til ham­ingju með kosn­ing­arn­ar og þetta virðist vera nokkuð af­ger­andi niðurstaða,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra Íslands, að morgni miðvikudags, þegar ljóst var orðið að Trump hefði fengið brautargengi til þess að snúa aftur aftur í Hvíta húsið í Washington í janúar á næsta ári, sem forseti Bandaríkjanna. 

„Ég trúði einlæglega að Trump gæti ekki unnið og að hatrið myndi ekki vinna valdamesta embætti í heimi. Það gerðist. Orðlaus og miður mín,“ skrifaði nýlega kjörinn ungur þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á Twitter 9. nóvember 2016. 

Sigur Trumps í kosningunum nú var hins vegar afgerandi og ekki alls kostar óvæntur, öfugt við …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hann á eftir að skilja eftir sig sviðna jörð og allt í uppnámi um allan heim. Annars sakna ég þess í öllum greiningum á þessum kosningum að enginn hefur minnst á það að fylgi Trump jókst ekki, hann fékk um 74 milljónir atkvæða núna sem er sama tala og hann fékk 2020. Joe Biden fékk 81 milljón atkvæða 2020 en Kamala Harris bara rúmlega 68 milljónir núna. Rétt um 13 milljónir sem kusu Biden áður kusu ekki Trump heldur kusu alls ekki. Þetta er í mínum huga krísa þegar fólk hættir að kjósa.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár