Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Geta haldið baráttunni við ítalska baróninn áfram

Land­eig­end­ur Dranga­vík­ur í Ár­nes­hreppi hafa feng­ið leyfi til að áfrýja landa­merkja­máli sem þeir höfð­uðu gegn eig­end­um ná­grannajarða til Hæsta­rétt­ar. Mál­ið gæti haft áhrif á áform­aða Hvalár­virkj­un.

Geta haldið baráttunni við ítalska baróninn áfram
Heiðarvötn Ófeigsfjarðarheiðin er eitt stærsta samfellda óbyggða svæði á Íslandi. Þar áformar HS orka, undir merkjum dótturfyrirtækisins Vesturverks, að reisa virkjun með því að stífla heiðarvötn og virkja rennsli þriggja áa. Mynd: Golli

Nyrst í Árneshreppi raða sér þrjár eyðijarðir. Á einni þeirra er dvalið yfir sumartímann en á hinum tveimur halda fáir til, hvort sem er að sumri eða vetri, aðrir en sjófuglar, selir og melrakkar. Á jörðunum standa fjöll, mörg tíguleg líkt og önnur sem einkenna Strandir, og um þær renna ár og lækir. Ofan af hálendinu og niður í Norður-Íshafið. 

Kyrrðin getur verið einstök á þessum slóðum, svo langt frá brambolti og stressi þéttbýlisins en þó verður að segjast að hún er aðeins á yfirborðinu. Því undir niðri kraumar ólga í mannfólkinu sem jörðunum tengist, sumt hvert tryggðarböndum í áratugi. Það hefur nú í fleiri ár deilt um það hvort að virkja eigi árnar og fjallavötnin bláu á heiðinni og síðustu misseri um hver eigi nú eiginlega landið sem árnar fara um. Tvívegis hefur meirihluti eigenda einnar jarðarinnar tapað landamerkjamáli fyrir dómstólum. 

En nú fá þeir þriðja tækifærið til að sanna mál sitt fyrir lögum. Fyrir æðsta dómsvaldi landsins; Hæstarétti.

„Að virtum gögnum málsins verður talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi“
Úr ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi

Vesturverk, sem er í eigu HS Orku, áformar að byggja Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Virkjað yrði rennsli þriggja áa þar sem þær steypast ofan af hálendinu en um eina þeirra, Eyvindafjarðará, er nú deilt. Ef hún tilheyrir Engjanesi og Ófeigsfirði yrði hægt að reisa virkjunina án frekari afskipta eigenda Drangavíkur. En ef áin og stöðuvatn efst á vatnasviði hennar tilheyrir Drangavík er næsta víst að áform Vesturverks verða sett í uppnám því vilji meirihluta eigenda Drangavíkur er sá „að óbyggðir Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum“.

Hvað þýða orðin?

Hópur eigenda Drangavíkur höfðaði mál gegn eigendum Ófeigsfjarðar og Engjaness árið 2020. Sagði landamerkin sem virkjunaraðili setti fram í sínum gögnum einfaldlega röng. Tveimur árum síðar komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri eigendur jarðanna tveggja af kröfum Drangavíkurfólksins. Þá niðurstöðu staðfesti Landsréttur nú í sumar.  

Sama fjöl­skyldan hefur átt jörð­ina Ófeigs­fjörð í um tvær ald­ir. For­svars­menn Vest­ur­verks, fyr­ir­tæk­is­ins sem áformað hefur Hval­ár­virkjun síð­ustu ár, keyptu hluta hennar fyrir nokkru. Engjanes er hins vegar í eigu ítalska barónsins Felix Von Lon­go-Lieb­en­stein. Baróninn eignaðist jörðina árið 2006 en þangað hefur hann sjaldan komið og ekkert um langa hríð.

Deilurnar snúast um túlkun landamerkjabréfa jarðanna frá árinu 1890. Ekki er deilt um hvort skjöl þessi skuli leggja til grundvallar í málinu en ágreiningur er um hvernig túlka eigi það sem í þeim stendur, t.d. orðin „eptir hæstu fjallsbrún“ í landamerkjabréfi Engjaness. Landsréttur taldi þarna átt við vatnaskil. Og niðurstaðan því sú, líkt og í héraðsdómi, að árnar þrjár sem nýttar yrðu til að knýja túrbínur Hvalárvirkjunar tilheyrðu jörðunum Ófeigsfirði og Engjanesi. 

Þetta gátu eigendur Drangavíkur með engu móti sætt sig við. Þótt kvarnast hafði úr þeim hópi eigenda jarðarinnar sem vildu höfða mál, þeir töldu ekki lengur 75 prósent alls hópsins heldur 61 prósent, voru árar ekki lagðar í bát heldur leitað til Hæstaréttar um leyfi til að áfrýja þangað dómi Landsréttar. 

BarónFelix Von Lon­go-Lieb­en­stein keypti Engjanes árið 2006 og samdi seinna við Vesturverk um vatnsréttindi á jörðinni.

Drangavíkurhópurinn byggði beiðni sína m.a. á því að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi og var m.a. vísað til laga um meðferð einkamála í því sambandi. Hluti eigenda Drangavíkur hafi tekið afstöðu með eigendum Ófeigsfjarðar og Engjaness um landamörkin og hafi með yfirlýsingum sínum „varpað allri sönnunarbyrði í málinu“ á leyfisbeiðendur. Öll úrlausn málsins hafi því ráðist af rangri lagatúlkun. Þá byggir hópurinn ennfremur á því að með dóminum hafi verið viðurkennt að land Drangavíkur sé umtalsvert minna en þeir hugðu og málið varði því verulega hagsmuni þeirra. Að auki eigi niðurstaða réttarins um landamerki Engjaness sér enga stoð í orðalagi landamerkjabréfs jarðarinnar. Dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og sú niðurstaða Landsréttar að fella niður skyldu þriggja gagnaðila, fólks sem á í jörðinni Drangavík, til greiðslu málskostnaðar í héraði hafi verið andstæð lögum.

„Að virtum gögnum málsins verður talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar, meðal annars um sameign, samaðild og túlkun á grein laga um meðferð einkamála. „Þá kann niðurstaða Landsréttar um ákvörðun málskostnaðar að vera í ósamræmi við lög.“ 

Og niðurstaðan: „Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt.“

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár