Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Flettir nótum fyrir Víking

Jakob Arn­ar Bald­urs­son pí­anónem­andi fletti nót­um fyr­ir Vík­ing Ólafs­son á tvenn­um tón­leik­um sem hann hélt ásamt Yuju Wang í Hörpu. Jakob Arn­ar seg­ist næst­um hafa feng­ið hjarta­áfall þeg­ar hann var beð­inn um að vera flett­ari á tón­leik­um þess­ara skær­ustu pí­anó­stjarna sam­tím­ans.

Víkingur og Yuja Wang sem eru meðal skærustu stjarnanna í píanóheiminum um þessar mundir héldu á dögunum tvenna tónleika í Hörpu. Þetta var í fyrsta sinn sem Yuja Wang kom fram á Íslandi en tónleikarnir í Eldborg voru upphafið á tónleikaferð hennar og Víkings um heiminn. Þau munu meðal annars spila í Carnegie Hall í New York, Royal Festival Hall í London, Fílharmóníusal Berlínar og Parísar.

Tveir flyglar var yfirskrift tónleikanna í Hörpu og sagði í kynningu að þessir stjörnupíanistar væru nú að sameina krafta sína í fyrsta sinn. Efnisskráin væri bæði litrík og kraftmikil, allt frá angurværri rómantík til leiftrandi tónlistarlegrar flugeldasýningar.

Beðið eftir Víkingi og YujaPíanóleikurunum var fagnað með lófaklappi og húrrahrópum þegar þau birtust á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu.

Fyrri tónleikarnir voru sunnudagskvöldið 20. október og hinir síðari daginn eftir, að kvöldi mánudags.

Ungi óþekkti maðurinn á sviðinu

Rétt áður en tónleikarnir byrjuðu …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár