Flettir nótum fyrir Víking

Jakob Arn­ar Bald­urs­son pí­anónem­andi fletti nót­um fyr­ir Vík­ing Ólafs­son á tvenn­um tón­leik­um sem hann hélt ásamt Yuju Wang í Hörpu. Jakob Arn­ar seg­ist næst­um hafa feng­ið hjarta­áfall þeg­ar hann var beð­inn um að vera flett­ari á tón­leik­um þess­ara skær­ustu pí­anó­stjarna sam­tím­ans.

Víkingur og Yuja Wang sem eru meðal skærustu stjarnanna í píanóheiminum um þessar mundir héldu á dögunum tvenna tónleika í Hörpu. Þetta var í fyrsta sinn sem Yuja Wang kom fram á Íslandi en tónleikarnir í Eldborg voru upphafið á tónleikaferð hennar og Víkings um heiminn. Þau munu meðal annars spila í Carnegie Hall í New York, Royal Festival Hall í London, Fílharmóníusal Berlínar og Parísar.

Tveir flyglar var yfirskrift tónleikanna í Hörpu og sagði í kynningu að þessir stjörnupíanistar væru nú að sameina krafta sína í fyrsta sinn. Efnisskráin væri bæði litrík og kraftmikil, allt frá angurværri rómantík til leiftrandi tónlistarlegrar flugeldasýningar.

Beðið eftir Víkingi og YujaPíanóleikurunum var fagnað með lófaklappi og húrrahrópum þegar þau birtust á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu.

Fyrri tónleikarnir voru sunnudagskvöldið 20. október og hinir síðari daginn eftir, að kvöldi mánudags.

Ungi óþekkti maðurinn á sviðinu

Rétt áður en tónleikarnir byrjuðu …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár