Bræðurnir Mohammed, 14 ára, og Ahmed Radwan, 19 ára, hafa þrátt fyrir ungan aldur séð og upplifað hörmungar sem fæstir vel fullorðnir geta vart ímyndað sér. Þeir hafa búið hungraðir og þyrstir í tjaldi mánuðum saman og heyrt sprengjur springa allt í kring. Fengið að fara í sturtu í mesta lagi vikulega. Þeir hafa upplifað það að vera aðskildir frá móður sinni í sjö ár.
Samt brosa þeir eins og sólin sem ekki skín á þá þetta þriðjudagseftirmiðdegi á Íslandi og tala um ofurvenjulega hluti við blaðamann: Flensborg, stærðfræði, krakkana í skólanum, íþróttir.
Það er samt ekki nema tæpt ár síðan Ahmed var í lífshættu eftir að hafa særst alvarlega í árás Ísraelshers á Gaza. Móðir hans, Faida – sem þegar var komin með vernd hér – biðlaði þá til íslenskra stjórnvalda í viðtali við Heimildina um að koma …
Athugasemdir