Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Höfðu ekki séð móður sína í sjö ár

Fyr­ir tæpu ári síð­an lá hinn nú 19 ára gamli Ah­med Radw­an á vanút­bún­um spít­ala á Gaza-svæð­inu eft­ir að hafa orð­ið fyr­ir lífs­hættu­leg­um meiðsl­um í árás Ísra­els­hers. Nú er hann hér á landi, loks­ins með móð­ur sinni sem hann og bræð­ur hans höfðu ekki hitt í sjö ár.

Höfðu ekki séð móður sína í sjö ár
Bræður Ahmed og Mohammed eru brosmildir þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Þeim líður loks eins og þeir séu öruggir en áhyggjur af vinum og ættingjum á Gaza-svæðinu krauma undir niðri. Mynd: Golli

Bræðurnir Mohammed, 14 ára, og Ahmed Radwan, 19 ára, hafa þrátt fyrir ungan aldur séð og upplifað hörmungar sem fæstir vel fullorðnir geta vart ímyndað sér. Þeir hafa búið hungraðir og þyrstir í tjaldi mánuðum saman og heyrt sprengjur springa allt í kring. Fengið að fara í sturtu í mesta lagi vikulega. Þeir hafa upplifað það að vera aðskildir frá móður sinni í sjö ár.

Samt brosa þeir eins og sólin sem ekki skín á þá þetta þriðjudagseftirmiðdegi á Íslandi og tala um ofurvenjulega hluti við blaðamann: Flensborg, stærðfræði, krakkana í skólanum, íþróttir. 

Það er samt ekki nema tæpt ár síðan Ahmed var í lífshættu eftir að hafa særst alvarlega í árás Ísraelshers á Gaza. Móðir hans, Faida – sem þegar var komin með vernd hér – biðlaði þá til íslenskra stjórnvalda í viðtali við Heimildina um að koma …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár