Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
Lækkunarskeiðið hafið Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti í fyrsta sinn síðan bankinn hóf að hækka vexti um mitt ár 2021. Á þessu hækkunarskeiði hafa vaxtagreiðslur heimilanna aukist jafnt og þétt. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir í fyrsta sinn í rúm þrjú ár á miðvikudag. Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands var þó lögð áhersla á að bankinn myndi fara sér hægt og gæta fyllstu varúðar í lækkunarferlinu.

Slegið var á væntingar um brattari vaxtalækkun eða að vextir verði yfirleitt lækkaðir á næsta fundi nefndarinnar sem er dagsettur 20. nóvember. Ákvörðun peningastefnunefndar mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Þrátt fyrir varnagla peningastefnunefndarinnar má segja að runnið sé upp nýtt skeið í efnahagslífinu. Á slíkum tímamótum er athyglisvert að líta yfir farinn veg og hvernig helstu viðskiptabankar landsins hafa hagnast á stýrivaxtahækkunarskeiðinu og kostnaðurinn hefur lagst á heimilin í landinu.

462 milljarðar króna í hreinar vaxtatekjur 

Frá 2021 til fyrri helmings þessa árs nam samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka 268,4 milljörðum króna. Hagnaðurinn er að miklu leyti kominn til af vaxtamun bankanna sem hefur aukist ört samhliða …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár