Kalla eftir því að Samherji felli niður málið gegn íslenska listamanninum

Á þriðja tug al­þjóð­legra sam­taka sem berj­ast fyr­ir því að upp­ljóstr­ar­ar séu vernd­að­ir kalla eft­ir því að Sam­herji felli nið­ur mál­ið gegn lista­mann­in­um Odee vegna lista­verks­ins We're Sorry. Sam­tök­in leggja áherslu á sam­eig­in­leg­an grund­völl lista­manna og upp­ljóstr­ara hvað varð­ar mik­il­vægi þess að lýsa upp sann­leik­ann. Þá hef­ur Lista­há­skóli Ís­lands ákveð­ið að taka ekki op­in­ber­lega af­stöðu í máli Odee en verk­ið var út­skrift­ar­verk­efni hans frá skól­an­um.

Kalla eftir því að Samherji felli niður málið gegn íslenska listamanninum

Mál listamannsins var tekið fyrir á stjórnarfundi Listaháskóla Íslands á dögunum. Skólans sem nú þegar hefur útskrifað listamanninn á forsendum þessa verks. Niðurstaða stjórnarinnar var að taka ekki opinberlega afstöðu til málsins.

Oddur Eysteinn eða Odee segir í samtali við Heimildina að það komi sér á óvart að Listaháskólinn standi ekki með sér.

Sérstaklega í ljósi þess að þetta er útskriftarverkefni sem búið er að útskrifa mig fyrir. Og farið yfir af prófdómara.

Ertu til í að útskýra listastefnuna sem þú vannst verkið út frá?

Þetta er liststefna sem heitir menningarbrengl eða culture jamming. Heimsþekktir listamenn hafa unnið eftir þessari listrænu stefnu, eins og Banksy, The Yes Men og Nadia Plesner. Hún gengur út á að taka yfir eða breyta samskiptum fyrirtækja eða stofnanna. Til þess að skapa nýja tjáningu sem listamaðurinn stýrir.

Hvað segirðu við fólk sem segir að þetta sé ekki list?

„We're Sorry hlýtur að vera eitt þekktasta myndlistaverk Íslands þessa dagana. Þetta er alþjóðlega viðurkennt listform,“ segir Odee.

Vilja að Samherji felli málið niður 

Skömmu eftir samtalið við Odee og á meðan á vinnslu fréttarinnar stendur berast ný tíðindi. Að 27 alþjóðleg og leiðandi samtök fyrir vernd fyrir uppljóstrara kalli nú eftir því að Samherji, sem samtökin kalla eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, felli niður málið gegn listamanninum. Samtökin linka á bréf á vef sínum sem má vitna í og birta snemma á morgun og styðja þar Odee og listrænt frelsi hans til tjáningar – sem geri okkur kleift að íhuga og kanna siðferðislegt val okkar en um leið skilja hvernig vald virkar og hefur áhrif á okkur, hvort sem það er pólitískt, félagslegt eða efnahagslegt.

Lögð er áhersla á sameiginlegan grundvöll uppljóstrara og listamanna hvað varðar mikilvægi þess að lýsa upp sannleikann og afhjúpa í þágu almannaheilla.

Skólinn styður tjáningarfrelsi 

En aftur að Listaháskólanum og ákvörðun stjórnar hans um að taka ekki afstöðu í máli listamannsins. Heimildin náði tali af Kristínu Eysteinsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands þar sem hún var stödd í Brussel og spurði hvers vegna stjórn skólans hefði ákveðið að taka ekki afstöðu með útskriftarverkefni listamannsins. Ég er einmitt hérna á norrænum háskóladögum í Brussel þar sem eru sextíu rektorar eru samankomnir og eitt af því sem við erum að ræða mjög mikið er akademískt frelsi og sjálfræði og sjálfstæði háskólanna.

Hún segir það vera mjög skýrt að skólinn styðji tjáningafrelsi.

 Siðareglur skólans eru mjög skýrar hvað það varðar. Það er ekki stunduð ritskoðun af neinu tagi af hálfu skólans varðandi listsköpun. Hins vegar er það líka hlutverk háskóla í lýðræðissamfélagi að taka ekki afstöðu með eða á móti listaverkum. Við erum listaháskóli og þar á að vera rými fyrir fjölbreytileika og ólíkar raddir. 

„Listaverkin tala fyrir sig sjálf“
Kristín Eysteinsdóttir

Háskólinn sjálfur geti þó ekki tekið afstöðu með eða á móti þeirri listsköpun sem sé ræktuð innan skólans. „Við gefum algjört frelsi í listsköpuninni en skólinn getur ekki talað með þeim hætti að hann taki afstöðu í þeim málum. Listaverkin tala fyrir sig sjálf,“ segir Kristín og bætir við að listamennirnir beri ábyrgð á sínum verkum.

„Við erum ekki ritstjórar. Skólinn stígur ekki fram með afstöðu gagnvart einstaka listaverki. 

Akademíska frelsið felist í því að nemendur og starfsfólk skólans hafi rými til að vera með ólíkar skoðanir og ólíkar niðurstöður verka sinna. 

„Að því sögðu þá styðjum við tjáningarfrelsi listamanna og listarinnar hundrað prósent.

Bráðabirgðalögbann

Í dómssalnum mun listamaðurinn Odee mæta lögmönnum Samherja en hann ætlar að flytja mál sitt sjálfur. Þá verður skorið úr um hvort málið fari áfram.  

Fyrirtækið fékk lagt bráðabirgðalögbann í Bretlandi á vefsíðuna samherji.co.uk. þar sem Odee hafði birt afsökunarbeiðni Samherja til handa Namibíu. Listamaðurinn tók niður vefsíðuna en taldi það vera alvarlega aðför að tjáningarfrelsinu

Vefsíða þessi tilheyrir áðurnefndu listaverki sem jafnframt er vegglistaverk í Listasafni Reykjavíkur, ásamt fréttatilkynningu með afsökunarbeiðninni. Í fréttum hérlendis í maí var talað um að fölsuð afsökunarbeiðni hefði verið send út í nafni Samherja og vefsíða verið látin líta út eins og hún væri tengd fyrirtækinu. Í tilkynningu á dögunum sagði Þorsteinn Már Baldvinsson þetta vera misnotkun á vörumerki Samherja sem næði til þriggja heimsálfa.

Þekktar aðferðir innan listanna

Það að Listaháskóli Íslands taki ekki afstöðu virðist ekki ríma við yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra listamanna til stuðnings listamanninum. Né heldur við yfirlýsingu Bandalags íslenskra listamanna, honum eindregið til handa.

Aðspurð um þetta segir Kristín: Varðandi BÍL og SÍM þá fögnum við þeirra yfirlýsingum enda samræmast þær hlutverki fagfélaga en hlutverk háskóla er annað. Það getur líka verið hættulegt í lýðræðis samfélagi ef háskóli stígur fram með einharða afstöðu. Háskólinn þarf að vera samfélag með ólíka tjáningu og raddir og rými fyrir tilraunir jafnt sem rannsóknir. Það er okkar hlutverk, segir hún og bætir við að þær aðferðir sem hann beiti séu mjög þekktar innan listanna. Þá vísar hún í listastefnuna culture jamming sem aðferð til að varpa ljósi á eitthvað í samfélaginu.

Fiskerforum fjallar um listamanninn

Nýlega fjallaði norska ríkisútvarpið, NRK um mál hans, en listamaðurinn stundar nú framhaldnám við listaháskólann í Bergen.

Greinin hefst á orðunum: Íslenski listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson – fremur þekktur sem Odee – er nú sóttur til saka af hinu gígantíska sjávarútvegsfyrirtæki Samherja.

Þar segir jafnframt að það sé vegna útskriftarverkefnis hans frá  Listaháskóla Íslands. Í greininni kemur fram að Samherji hafi verið sakaður um að hafa reynt að tryggja sér fiskikvóta fyrir utan strönd Namibíu. Það hafi gerst í kjölfar uppljóstranna á samskiptum starfsmanna Samherja og ráðherra í Namibíu.

Oddur hefur sagt að hann hafi viljað biðja Namibíumenn afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

„Þeir sem bera ábyrgð og hafa hagnast á þessu arðráni, ættu að missa allan auð sinn, bæði hérlendis og erlendis, sagði hann á dögunum í viðtali við RÚV.

Þess má geta að umræða um listaverk hans hefur nú ratað í miðilinn FiskerForum þar sem haft er eftir listamanninum að sá ofboðslega mikli stuðningur sem hann hafi fundið fyrir vitni um trú fólks á tjáningarfrelsið og mikilvægi þess að halda ábyrgð fyrirtækja að þeim.

Þá skrifaði listamaðurinn Oddur Eysteinn lokaritgerð um útskriftarverkefni sitt þar sem hann kannar meðal annars tengsl og áhrif menningarbrengls á sig og sína listsköpun. 

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Neibb. Að villa a sér heimildir er ekki heimilt. Að tjjona þá um milljarða með gögnum er aftur a moti leyfilegt. Maðurinn fór yfir strikið. Hneykslist frekar a gormunum sem nu krefjast milljóna af fjölmiðla manninum með ókurteisu orðin.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu