Um næstu aldamót verða börn sem fædd eru á þessu ári 75 ára gömul. Þessi börn, sem þá verða alls ekki lengur börn, munu lifa í breyttum heimi. „Það Ísland sem mun blasa við þeim og þeirra afkomendum verður á margan hátt öðruvísi en það sem við þekkjum í dag ef ekki tekst að draga verulega úr losun,“ segir í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi frá því í fyrra. „Ákvarðanir dagsins í dag ráða því hversu víðtækar breytingarnar verða.“
Matthías, sonur Hjördísar Sveinsdóttur og Árna Freys Helgasonar, er einn af þessum börnum. Tilkoma hans hefur fengið foreldrana til þess að velta loftslagsbreytingum fyrir sér af meiri krafti, því þó að þau sjái ekki fyrir sér að hættan sé handan við hornið á þeirra æviskeiði þá gæti hún verið það á æviskeiði sonarins. Þau reyna að leggja sitt af mörkum – borða að mestu grænmetisfæði og nota bílinn lítið …
Athugasemdir