Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ljós í myrkrinu sem málið er

„Við fund­um að það var al­veg full þörf fyr­ir þetta og fólk þakk­látt fyr­ir að geta veitt sorg­inni far­veg,“ seg­ir sr. Guðni Már Harð­ar­son, prest­ur í Linda­kirkju, um minn­ing­ar­stund sem hald­in var í kirkj­unni fyr­ir Bryn­dísi Klöru Birg­is­dótt­ur sem lést eft­ir hnífstungu­árás á Menn­ing­arnótt.

Ljós í myrkrinu sem málið er
Minning Frá minningarathöfninni í Lindakirkju í dag. Mynd: Golli

Stöðugt birtust ný andlit í Lindarkirkju í dag þar sem minningarstund fyrir Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir hnífaárás á menningarnótt, var haldin. Þar tendraði fólk kerti í minningu ungu stúlkunnar, sumir fóru með bæn eða sátu um stund og hlustuðu á eftirlætistónlistina hennar. Á vegg í kirkjunni var myndum af Bryndísi varpað. Bestu vinkonur hennar komu að valinu á myndunum og tónlistinni. 

„Það voru margir sem komu við. Fólk staldraði við frá því að vera eina til tvær mínútur upp í einhverja klukkutíma,“ segir Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju. „Við fundum að það var alveg full þörf fyrir þetta og fólk þakklátt fyrir að geta veitt sorginni farveg.“

Bæði nánir ættingjar og vinir Bryndísar Klöru mættu á stundina en einnig fólk sem þekkti hana ekki persónulega en hafði sjálft orðið fyrir barnsmissi. 

„Þetta er svo erfitt á margan hátt, það voru alls konar ástæður fyrir því að fólk kom en fyrst og fremst samhugurinn,“ segir Guðni. 

Hver króna sjóðsins muni nýtast vel

Hann tekur undir með foreldrum Bryndísar sem hafa kallað eftir því að vopnaburður heyri sögunni til og að kærleikurinn verði að eina vopninu í samfélaginu. Lindakirkja hefur biðlað til ungmenna og annarra að skila hnífum til lögreglunnar. 

„Það er alltaf hægt að gera það. Það er hinn rétti farvegur,“ segir Guðni. „Ef þetta getur orðið til þess að önnur fjölskylda þurfi ekki að fara í gegnum það sem þau ganga í gegnum núna og ef við horfum á kærleikann sem eina vopnið þá er það eitthvert ljós í þessu myrkri sem þetta mál allt saman er.

Minn­ing­ar­sjóð­ur Bryndísar Klöru, sem mun styðja við fræðslu, rann­sókn­ir og vit­und­ar­vakn­ingu, hef­ur ver­ið stofn­að­ur.

„Það á að vanda mjög til verka með það hvernig verður úthlutað. Það eru svo margir sem spyrja: Get ég eitthvað gert? Þá er gott að geta bent á þennan minningasjóð,“ segir Guðni. „Hver króna mun nýtast vel og vera vel valin.“

Framlög má leggja inn á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.

Forsetinn kallar eftir þjóðarátaki

Halla Tómasdóttir sagði í skriflegu svari til Heimildarinnar fyrir helgi að brýnt væri að ráðist yrði að rót vandans. Hún kallaði eftir þjóðarátaki „þar sem við svörum ákalli föður Bryndísar Klöru og sameinumst öll um að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi.“

Halla biðlaði jafnframt til fólks að leggja minningarsjóði Bryndísar Klöru lið.

„Ég tel fátt mikilvægara en að unga fólkið okkar fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig við gerum betur og er að beita mér – með þeim og fyrir þau. Ég hvet ykkur að lokum til að hlusta á þau, læra af þeim og hvetja þau og styðja með mennsku og kærleik. Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár