Þyngri og þyngri lóð gera erfiðleika lífsins yfirstíganlegri

Rann­sókn­ir sýna að lyft­ing­ar geti haft í för með sér já­kvæð áhrif á and­lega heilsu og hjálp­að fólki sem hef­ur orð­ið fyr­ir áföll­um. Þessu hafa þjálf­ar­arn­ir Jakobína Jóns­dótt­ir og Evert Víg­lunds­son orð­ið vitni að. Þau segja að þeg­ar fólk sjái að það kom­ist yf­ir lík­am­leg­ar áskor­an­ir með því að lyfta geti það færst yf­ir á önn­ur svið lífs­ins.

Þyngri og þyngri lóð gera erfiðleika lífsins yfirstíganlegri
Lóð Jakobína segir auðvelt að yfirfæra líkamlegan styrk yfir á andlegan styrk. Mynd: Golli

Ég sé það á fólki og það hefur líka talað um hvað því finnist því líða vel af því að lyfta. Það er valdeflandi og eykur sjálfstraustið. Þetta styrkir ekki bara vöðvana heldur líka hugann,“ segir Jakobína Jónsdóttir, þjálfari og eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Granda 101, í samtali við Heimildina.

Jakobína hefur verið mikið í lyftingum frá því árið 2010 og segir að í sínu starfi sjái hún greinilega þau jákvæðu áhrif sem þessi tegund hreyfingar hefur á líðan fólks. 

Lyftingar geti hjálpað með áföll

Flestir vita að það hefur margvísleg jákvæð áhrif á andlega líðan að stunda hvers kyns líkamsrækt. Auk þess að hafa í för með sér líkamlegan ávinning þá minnkar hreyfing meðal annars streitu og dregur úr einkennum þunglyndis. Nýlegar rannsóknir, til dæmis rannsókn Harvard-háskóla frá því í fyrra, benda þó til þess að lyftingar sérstaklega geti hjálpað fólki andlega auk þess að aðstoða það við að vinna …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
7
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Hugmyndir að mögulegum aðgerðum fyrirferðarmiklar
10
FréttirLoftslagsvá

Hug­mynd­ir að mögu­leg­um að­gerð­um fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar

Alls eru 150 að­gerð­ir í upp­færðri að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um. Lít­ill hluti þeirra eru bein­ar lofts­lags­að­gerð­ir sem bú­ið er að meta með til­liti til sam­drátt­ar fyr­ir ár­ið 2030, en alls eru 66 á hug­mynda­stigi. Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir svo­kall­að sjálf­stætt markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­drátt í los­un mark­laust bull og að at­vinnu­líf­ið hafi gef­ið lofts­lags­ráð­herr­an­um Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni langt nef með við­brögð­um sín­um við áætl­un­inni í sum­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár