Erlendu starfsfólki hefur fjölgað mjög hratt innan heilbrigðiskerfisins síðastliðinn áratug. Fjöldi hjúkrunarleyfa erlendra ríkisborgara hérlendis og læknaleyfa ríflega tvöfaldaðist á tímabilinu og hlutfall erlendra ríkisborgara af starfsmannafjölda Landspítala stökk úr þremur prósentum í rúm tíu. Starfsfólki hjúkrunarheimila af erlendum uppruna hefur jafnframt fjölgað verulega, ef litið er til talnagagna frá stéttarfélaginu Eflingu, úr 29 prósentum félagsfólks stéttarfélagsins sem vinnur hjá hjúkrunarheimilum í 43 prósent á síðastliðnum fjórum árum.
Allt er þetta í takt við breytingar á íslensku samfélagi sem hefur orðið mun fjölbreyttara þegar litið er til þjóðernis á síðastliðnum áratug. Hlutfall erlendra ríkisborgara af mannfjöldanum var um 8 prósent árið 2016 en var komið upp í 15 prósent í fyrra.
Inga Lára Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Landspítala, segir að íslenska heilbrigðiskerfið sé ekki sjálfbært í mönnun og að spítalinn geti sannarlega ekki án erlenda starfsfólksins verið. Þó að ákveðnar áskoranir fylgi þessari breyttu samsetningu starfsmannahópsins, eru kostirnir fleiri en gallarnir, …
Athugasemdir