Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.

Cece Loua og Ela Amadou Baha frá Gíneu ætluðu sér aldrei að koma til Íslands. Þeir fóru án vegabréfa um borð í álflutningaskip til þess að flýja heimalandið og höfðu fengið skilaboð um að þeir myndu enda í Kanada eða Bandaríkjunum. En þegar skipið stoppaði við íslenska höfn sögðu íslensk yfirvöld þeim að koma upp á land, segja Ela og Cece. Þeir segjast hafa samþykkt af þeirri ástæðu að fulltrúar útlendingastofnunar hafi lofað þeim að hér fengju þeir kennitölu og alla pappíra til þess að geta komist í vinnu að mánuði liðnum.

Síðan er ekki liðinn einn mánuður heldur þrjú ár. Hvorugur maðurinn hefur nokkurn tímann fengið að vinna hér á landi. Þeim hefur þvert á móti verið sagt að fara frá landinu ítrekað, en það geta þeir ekki þar sem þeir eru skilríkjalausir og þeim er óheimilt …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Fasismi ríkisstjórnarinnar, Birtist helst í árásum á mannréttindi okkar minnstu bræðra.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í neyðarskýlinu

Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu