Cece Loua og Ela Amadou Baha frá Gíneu ætluðu sér aldrei að koma til Íslands. Þeir fóru án vegabréfa um borð í álflutningaskip til þess að flýja heimalandið og höfðu fengið skilaboð um að þeir myndu enda í Kanada eða Bandaríkjunum. En þegar skipið stoppaði við íslenska höfn sögðu íslensk yfirvöld þeim að koma upp á land, segja Ela og Cece. Þeir segjast hafa samþykkt af þeirri ástæðu að fulltrúar útlendingastofnunar hafi lofað þeim að hér fengju þeir kennitölu og alla pappíra til þess að geta komist í vinnu að mánuði liðnum.
Síðan er ekki liðinn einn mánuður heldur þrjú ár. Hvorugur maðurinn hefur nokkurn tímann fengið að vinna hér á landi. Þeim hefur þvert á móti verið sagt að fara frá landinu ítrekað, en það geta þeir ekki þar sem þeir eru skilríkjalausir og þeim er óheimilt …
Athugasemdir (1)