Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
Fann á sér að eitthvað illt væri í aðsigi Jóna Dóra Karlsdóttir segir að í febrúar árið 1985 hafi hún fundið fyrir ofsahræðslu í marga daga en ekki náð að tengja það við neitt sérstakt. Mynd: Golli

Jóna Dóra fæddist í Reykjavík á nýársdag 1956. Fyrir áttu foreldrar hennar tvo syni, móðir hennar var heimavinnandi og faðir hennar í iðnnámi og fjölskyldan bjó í braggahverfi í borginni. 

Þaðan fluttu þau í árslok 1958 í Smáíbúðahverfið og tveimur árum síðar fæddist yngsta systkinið, lítill bróðir. „Við fluttum í tveggja hæða 90 fermetra raðhús við Tunguveg með ömmu og afa. Á heimilinu ríkti takmarkalaus kærleikur og við systkinin vorum undir verndarvæng heimsins bestu foreldra og móðurömmu okkar og -afa.“

Hún og tveir bræður hennar voru í íþróttum, þeir í bæði handbolta og fótbolta, hún í fótbolta. „Þriðji bróðir minn var mikill tónlistarmaður, þótt hann hafi á endanum reynst sá okkar sem hafði hvað mestan áhuga á íþróttum. Því miður lést þessi bróðir minn í maí eftir langvarandi veikindi, sem var mér óendanlega sárt.“

Hélt hann væri hrokagikkur

Nítján ára gömul fór Jóna Dóra með vinkonum sínum í Val á …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár