Baugsmálið, Borgarnesmálið, Vegasmálið, Landsdómsmálið og Landsréttarmálið; öll eiga þessi þekktu fréttamál það sameiginlegt að hafa komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þangað hafa mörg hundruð Íslendinga leitað með klögumál af fjölbreyttum toga sem varða allt frá efnahagshruni og vanhæfum og illa skipuðum dómurum að nektardansstöðum og óspektum á almannafæri.
Kærendur eru af öllum þjóðfélagsstigum; stjórnmálamenn og áhrifavaldar, fíkniefnaneytendur og áhrifafólk í efnahagslífinu, lögmenn og leigubílstjórar. Meðal þekktra kærenda til dómstólsins eru Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Kjartan Gunnarsson, flokksbróðir hans, ritstjórinn Reynir Traustason og blaðakonurnar Björk Eiðsdóttir og Erla Hlynsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Egill Einarsson, sem ekki má uppnefna „rapist bastard“ í kommentakerfum eftir dóm MDE.
„Aðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur haft gríðarleg áhrif á alla réttarframkvæmd á Íslandi og þar með aukið öryggi borgaranna umtalsvert,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður á Rétti og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. „Sáttmálinn hefur áhrif á líf borgaranna á hverjum einasta …
Athugasemdir (1)