Lögreglubíll staðnæmdist fyrir utan húsið. Í bílnum voru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar. Annar þeirra skrúfaði niður rúðuna: „Er ekki allt í lagi?“ Þetta var sumarið fyrir þriðja bekk, rifjar Krista Héðinsdóttir upp, og hún sat þarna skekin við gangstéttina að næturlagi með yngri systur sinni og móður. „Jú, svaraði mamma. Og lögreglan lét það nægja. Innst inni var ég að vonast til þess að þeir myndu taka okkur, en þeir stigu ekki fæti úr bílnum, heldur skrúfuðu bara niður rúðuna, vörpuðu fram þessari spurningu og keyrðu síðan burt þegar mamma svaraði. Ég skil ekki enn af hverju við systur vorum aldrei teknar úr þessum aðstæðum.“
Krista er nú orðin 26 ára gömul og berst fyrir því að yngri systkini sín fái hjálpina sem hún hefði svo sárlega þurft á að halda í æsku. Hún lýsir því að umrætt kvöld hafi móðir hennar dregið þær systur með sér til vinkonu sinnar í …
Athugasemdir (4)