Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Vildi að við hefðum verið teknar af mömmu“

Syst­urn­ar Krista Héð­ins­dótt­ir og Alma Ósk Héð­ins­dótt­ir ólust upp við vafa­sam­ar að­stæð­ur. Þær veita inn­sýn í veru­leika barna sem eiga sér hvergi skjól og allra síst heima hjá sér, þeg­ar Krista seg­ir sögu þeirra í von um að yngri systkini þeirra fái hjálp.

„Vildi að við hefðum verið teknar af mömmu“
Fór að heiman Þegar Krista var að ljúka grunnskóla varð henni ljóst að hún gæti ekki lifað við þessar aðstæður lengur og flutti til vinkonu sinnar.

Lögreglubíll staðnæmdist fyrir utan húsið. Í bílnum voru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar. Annar þeirra skrúfaði niður rúðuna: „Er ekki allt í lagi?“ Þetta var sumarið fyrir þriðja bekk, rifjar Krista Héðinsdóttir upp, og hún sat þarna skekin við gangstéttina að næturlagi með yngri systur sinni og móður. „Jú, svaraði mamma. Og lögreglan lét það nægja. Innst inni var ég að vonast til þess að þeir myndu taka okkur, en þeir stigu ekki fæti úr bílnum, heldur skrúfuðu bara niður rúðuna, vörpuðu fram þessari spurningu og keyrðu síðan burt þegar mamma svaraði. Ég skil ekki enn af hverju við systur vorum aldrei teknar úr þessum aðstæðum.“

Krista er nú orðin 26 ára gömul og berst fyrir því að yngri systkini sín fái hjálpina sem hún hefði svo sárlega þurft á að halda í æsku. Hún lýsir því að umrætt kvöld hafi móðir hennar dregið þær systur með sér til vinkonu sinnar í …

Kjósa
163
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Hrikalega ertu kjörkuð að birta þetta. Vel gert og gangi þér vel. Mig langar að koma með þá kenningu að ástæðan fyrir því að barnaverndaryfirvöld grípa oft seint í, sé vegna kyns foreldris. Það hefur verið mín reynsla í gegnum tíðina þar sem ég vann með fíkla og alkóhólista.
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Húrra fyrir þér Krista
    0
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Gangi ykkur sem best <3
    0
  • Vilborg Norðdahl skrifaði
    Hræðileg saga og þú ert sannkölluð hetja að stíga fram og berskjalda sjálfa þig til að reyna að koma systkinum þínum til bjargar. Vonandi heyrir einhver í þér og kemur þér til aðstoðar. Gangi þér og systkinum þínum vel og allt í haginn.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár