Fordæmalausir tímar. Þessi tvö orð koma nú sífellt oftar fyrir þegar loftslagsvána ber á góma. Nú er talið að árið 2024 verði heitasta ár sögunnar. Heitara en það heitasta sem var í fyrra.
Vísindafólk hefur greint frá áhyggjum sínum síðustu daga eftir að hitatölur síðustu þriggja mánaða voru birtar. Þar kemur fram að aldrei hafi verið heitara á jörðinni en í júní, júlí og ágúst. Hinn 22. júlí var heitasti dagur á jörðinni frá upphafi mælinga og hugsanlega í mörg hundruð ár.
Tónninn fyrir þetta ár var sleginn strax í byrjun febrúar þegar ljóst var að janúar hefði aldrei verið jafnheitur.
Rauður hnöttur: Blátt Ísland
Á sama tíma og jörðin …
Athugasemdir (3)