Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Hafa aldrei farið nær mörkunum

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.

Fordæmalausir tímar. Þessi tvö orð koma nú sífellt oftar fyrir þegar loftslagsvána ber á góma. Nú er talið að árið 2024 verði heitasta ár sögunnar. Heitara en það heitasta sem var í fyrra.

Vísindafólk hefur greint frá áhyggjum sínum síðustu daga eftir að hitatölur síðustu þriggja mánaða voru birtar. Þar kemur fram að aldrei hafi verið heitara á jörðinni en í júní, júlí og ágúst. Hinn 22. júlí var heitasti dagur á jörðinni frá upphafi mælinga og hugsanlega í mörg hundruð ár. 

Tónninn fyrir þetta ár var sleginn strax í byrjun febrúar þegar ljóst var að janúar hefði aldrei verið jafnheitur. 

Árin 2023 og 2024 „skera sig verulega úr“Myndin sýnir hnattrænan dagsmeðalhita á tímabilinu 1950 til 2024. Rauða línan sýnir hitaferil fyrir árið 2023 og sú svarta árið 2024. Hún endar í síðustu viku júlí.

Rauður hnöttur: Blátt Ísland

Á sama tíma og jörðin …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Veslings krakkarnir núna. Þeir þurfa að bráðna og kveljast á meðan olíu kóngar og fiklar í afurðina drepast öruggir heima í loftkælingu knúinni af kolum.
    0
  • Haraldur Sigurdsson skrifaði
    Snögg hlýnun árið 2023 og 2024 erað öllum líkindum vegna sprengigossins Hunga Tonga í Suður Kyrrahafi. Þetta er fyrsta eldgosið sem náði upp í gegnum heiðhvolf (stratosphere) og komst alla leið upp í mesosphere, í 58 km hæð. Það færði gífurlegt magn af vatni upp í heiðhvolf og hækkaði vatnsmagn heiðhvolfs um 10%. Vatn í heiðhvolfi er greenhouse gas, veldur hlýnun jarðar. Ekki má gera lítið úr slæmum áhrifum CO2 á loftslag, en í þetta sinn er það vatnið í heiðhvolfi sem veldur þessari miklu hlýnun, sem varir sennilega stutt, eitt eða tvö ár í viðbót. Hunga Tonga gosið er nýtt í vísindunum en mjög áhrifamikið.
    1
    • Þorkell Egilsson skrifaði
      Það er engin fylgni þarna á milli. Það sèst að þú hefur ekki lesið greinina eða ert lit blindur. Það er rétt hlutfall frá iðnbyltingu milli magns á brenndu kolefni og hitastigi á andrúmslofti og jarðskorpu. Grafið sýnir glögglega að þetta er jafnt og þétt hlutfall. Vatnsgufan frá Tonga er ekki vísindamönnum augsýnilega sökudólgur í umræðu um hitnun jarðlendis nè geymslugetu þarmeð á orku sólarljóssins. Vatnsgufa endurkastar nefnilega ljósgeislum sólar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár