Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 6 pró­sent frá í janú­ar, eða um 16% á árs­grund­velli. Það sér ekki fyr­ir end­ann á hækk­un­inni. Leigu­verð er einnig á upp­leið.

Sér ekki fyrir endann á sífellt hærra fasteignaverði
Reykjavík „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. Mynd: Golli

Hátt hlutfall fasteigna selst á yfirverði og getur það bent til áframhaldandi hækkana á fasteignaverði sem hefur hækkað um 6,4% á þessu ári, eða 16 prósent á ársgrundvelli. 

Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar fyrir júlímánuð. 

„Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í skýrslunni. 

Leigan rýkur upp en hvati til skammtímaleigu gæti minnkað

En það er ekki bara markaður kaupenda og seljenda sem er í ójafnvægi, slík merki ber leigumarkaðurinn einnig með sér þegar kemur að framboði og eftirspurn. Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júnímánuði og hefur hún hækkað umfram hækkun fasteignaverðs á síðustu þremur mánuðum eða um 7,4%. En það eru þó jákvæð teikn á lofti fyrir leigjendur. 

„Á undanförnum árum hefur staða ferðaþjónustunnar haft þó nokkur áhrif á leigumarkaðinn þar sem ákveðin samkeppni ríkir á milli leigjenda og ferðamanna um mögulegar leiguíbúðir. Á þessu ári hefur framboð á hótelherbergjum aukist á sama tíma og herbergjanýting hefur versnað. Með sömu þróun gæti hvati til skammtímaleigu minnkað sem gæti létt eitthvað á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum,“ segir í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár