„Það var ekki fyrr en eldsnemma í morgun að við fengum meldingu um að hann væri búinn að klára fyrir þessum dómi og á leið út úr bandarískri lofthelgi, að maður loksins leyfði sér að draga djúpt andann og átta sig á því að þetta væri í höfn,“ sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks og samstarfsmaður Julians Assange til næstum tveggja áratuga, í samtali við Heimildina í hádeginu á miðvikudag.
Það kom eins og þruma úr heiðskíru loft þegar á þriðjudagmorgun birtust fréttir af því að Julian Assange yrði brátt frjáls maður. Hann gengi út úr Belmarsh-fangelsinu, upp í flugvél og á bandarískt áhrifasvæði þar sem hann fór fyrir dómara, sem staðfesti samkomulag sem náðst hafði milli Julians og bandarískra yfirvalda. Julian fengi frelsi, en undirritaði í staðinn játningu, en slyppi við refsingu umfram þá sem hann hefur þegar tekið út.
Eftir margra ára baráttu fyrir lausn Julians, þref og þrásetu …
Til hamingju Julian Assange með frelsið!