Ísland heimilaði ekki hvalveiðar í 21 ár frá 1985 til 2006 jafnvel þó að sömu lög um hvalveiðar og nú eru gildi hafi verið í gildi þá. Ástæðan fyrir þessu var sú að Ísland taldi sig vera bundið af samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðar á þessum tíma en svo breyttist þetta þegar Einar Kr. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, heimilaði hvalveiðar þetta ár.
Þessi ákvörðun ráðherrans var matskennd. Sú ákvörðun Einars næstu tvö árin á eftir að gefa ekki út hvalveiðikvóta vegna þess að ekki væri markaður fyrir kjötið var líka matskennd og byggði á markaðsrökum.
„Ég mun ekki gefa út nýjan kvóta fyrr en markaðsaðstæður fyrir hvalkjöt hafa batnað og leyfi fæst til að flytja hvalaafurðir til Japans.”
Í frétt Reuters um þessa ákvörðun Einars Guðfinnsonar að gefa ekki út hvalveiðikvóta árin 2007 og 2008 var …
Segir það ekki bara meira um skattkerfið en raunverulegar rekstraraðstæður Hvals hf?