Þurfti Bjarkey að leyfa Hval að skjóta 128 langreyðar?: „Ég mun ekki gefa út nýjan kvóta”

Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra rök­studdi þá ákvörð­un sína að gefa út veiði­leyfi til Hvals hf til að veiða lang­reyð­ar með því að hún væri bund­in að lög­um. Ráð­herra get­ur hins veg­ar ákveð­ið að gefa ekki út hval­veiðikvóta jafn­vel þó að Hval­ur hf. hafi al­mennt leyfi til hval­veiða.

Ísland heimilaði ekki hvalveiðar í 21 ár frá 1985 til 2006 jafnvel þó að sömu lög um hvalveiðar og nú eru gildi hafi verið í gildi þá. Ástæðan fyrir þessu var sú að Ísland taldi sig vera bundið af samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðar á þessum tíma en svo breyttist þetta þegar Einar Kr. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, heimilaði hvalveiðar þetta ár

Þessi ákvörðun ráðherrans var matskennd. Sú ákvörðun Einars næstu tvö árin á eftir að gefa ekki út hvalveiðikvóta vegna þess að ekki væri markaður fyrir kjötið var líka matskennd og byggði á markaðsrökum.

„Ég mun ekki gefa út nýjan kvóta fyrr en markaðsaðstæður fyrir hvalkjöt hafa batnað og leyfi fæst til að flytja hvalaafurðir til Japans.”
Einar Kr. Guðfinnsson,
sjávarútvegsráðherra árið 2006

Í frétt Reuters um þessa ákvörðun Einars Guðfinnsonar að gefa ekki út hvalveiðikvóta árin 2007 og 2008 var …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    " Í fyrra var til dæmis birt skýrsla sem sýndi fram á 3 milljarða króna tap af hvalveiðum Hval hf. á árunum 2012 til 2020. "

    Segir það ekki bara meira um skattkerfið en raunverulegar rekstraraðstæður Hvals hf?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár