Langstærsta sveitarfélag landsins er Reykjavíkurborg. Íbúar hennar voru rúmlega 135 þúsund í byrjun þessa árs, eða tæplega 30 þúsund fleiri en íbúar allra annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samanlagt. Stöðugildi hjá A-hluta hennar, þess hluta rekstrarins sem greitt er fyrir með skattfé, voru 8.575 að meðaltali á síðasta ári. Það eru næstum tvisvar sinnum fleiri en allir íbúar nágrannasveitarfélagsins Seltjarnarness.
Samstæða Reykjavíkur, sem samanstendur af áðurnefndum A-hluta og þeim fyrirtækjum sem borgin á hlut í, svokölluðum B-hluta, velti næstum 252 milljörðum króna á árinu 2023. Þar af var meginþorri þeirrar veltu í A-hlutanum, eða rúmlega 176 milljarðar króna. Reykjavík er, samandregið, ein stærsta fyrirtækjasamstæða landsins.
Þau fyrirtæki í eigu borgarinnar sem eru verðmætust eru Orkuveita Reykjavíkur, sem metur eignir sínar á 259 milljarða króna umfram skuldir, annars vegar og Félagsbústaðir, sem eiga 3.110 íbúðir og eigið fé umfram skuldir upp á 85 milljarða króna, hins vegar. Enginn …
Athugasemdir (1)