Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Eftirfarandi er textaútgáfa þriðja þáttar Á vettvangi, nýrrar hlaðvarpsþáttaraðar í umsjón Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem aðgengilegur er vef Heimildarinnar. Þáttinn má nálgast hér.

Kristján Ingi: Við vorum að fá tilkynningu frá móður unglingsstúlku um að hún hafi addað vini sínum inná quick add á Snapchat. Síðan fer hún að senda umræddum aðila kynferðislegar myndir af því hann hótar því að koma heim til hennar og hótar að meiða fjölskyldumeðlimi á hroðalegan hátt. 

Jóhannes Kr.: Þetta hlýtur að vera alvarlegt mál?

Kristján Ingi: Já vissulega og vonandi getum við fundið út úr því hver þetta er en maður veit það ekki - þetta eru náttúrulega hótanir þess eðlis að hún heldur áfram að gera þetta og myndefnið verður sífellt grófara sem hún sendir.  

Jóhannes Kr.: Þetta er greinilega ekki bara að gerast fyrir stráka - þetta er líka að gerast fyrir stelpurnar?

Kristján Ingi: …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er eins gott að passa síga tölvuþrjótum hvar sem þeir kunna að finnast og það veit ég lika að sumt fólk getur verið varasamt það þarf ekki utlitið til í þeim malum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Ágúst barnaníðingur kominn með nýtt nafn
Á vettvangi

Ág­úst barn­aníð­ing­ur kom­inn með nýtt nafn

Ág­úst Magnús­son fékk fimm ára dóm vegna kyn­ferð­is­brota gegn sex ung­um drengj­um ár­ið 2004. Ág­úst hef­ur nú skipt um nafn, er hvergi skráð­ur til heim­il­is og því ekki vit­að hvar hann held­ur til. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ist ekki skilja af hverju dæmd­um barn­aníð­ing­um er gert það auð­velt að breyta um nafn.
„Ætlar þú ein lítil stelpa í alvöru að fara upp á móti manni með stjórnmálaflokk á bak við sig?“
Á vettvangi

„Ætl­ar þú ein lít­il stelpa í al­vöru að fara upp á móti manni með stjórn­mála­flokk á bak við sig?“

Kona sem var nauðg­að af þjóð­þekkt­um manni kom alls stað­ar að lok­uð­um dyr­um þeg­ar hún lagði fram kæru, sér­stak­lega hjá lög­reglu og rétt­ar­gæslu­mönn­um sem neit­uðu að taka mál­ið að sér vegna þess hver hann var. Þetta var fyr­ir 25 ár­um. Yf­ir­mað­ur kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að fræg­ir fái enga sér­með­ferð í dag hjá deild­inni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár