Örfá ár eru liðin síðan hlaupurum gafst í fyrsta skipti tækifæri til að taka þátt í hálfmaraþonseríunni „Superhalfs“ sem fer fram í nokkrum borgum í Evrópu: Lissabon, Prag, Berlín, Kaupmannahöfn, Cardiff og Valensíu. Hlaupin þykja vera viðráðanlegri fyrir hinn almenna hlaupara en maraþonserían „World Marathon Majors“ sem samanstendur af sex maraþonhlaupum.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á netinu og fá síðan „súpervegabréf“. Fara þarf á síðu hvers hlaups til að borga fyrir þátttökuna eða með því að styrkja eitthvert gott málefni. Síðan hafa þátttakendur fimm ár – nánar tiltekið 60 mánuði – til að taka þátt í hálfmaraþonum í fyrrnefndum sex borgum.
Á tveimur árum
Ívar Jónsson var einn þeirra þriggja Íslendinga sem fyrst kláruðu öll sex hlaupin.
„Ég, Hrannar Hafberg og Stefanía Skarphéðinsdóttir erum fyrstu Íslendingarnir sem ljúka við Superhalfs. Hrannar Hafberg benti mér fyrst á …
Athugasemdir