Gengið hefur á ýmsu á skrifstofu Sameykis undanfarin misseri. Umtalsverð velta hefur orðið á þeim fámenna hópi starfsfólks sem starfar í þágu rúmlega 14.000 félagsmanna sem félagið stendur í forsvari fyrir.
Á síðasta ári leiddi árleg starfsánægjukönnun sem Sameyki stendur fyrir, Stofnun ársins, í ljós að líðan starfsfólks í vinnunni hafi versnað. Sömuleiðis hafi ánægja með stjórnendur félagsins einnig dregist saman.
Er því haldið fram að ósættið á vinnustaðnum megi að miklu leyti rekja til framkomu og stjórnarhátta formanns Sameykis, Þórarins Eyfjörð.
Formaður er sagður kröfuharður og hvass í samskiptum sínum við starfsfólk sitt og hafa nokkrir viðmælendur Heimildarinnar gengið svo langt að lýsa stjórnunarstíl hans sem ógnarstjórn.
Á undanförnum mánuðum, frá því að niðurstöður starfsánægjukönnunarinnar lágu fyrir, hafa ráðamenn í Sameyki unnið að því að ráða bót á mannauðsvandanum á skrifstofu félagsins. Til að mynda leitaði félagið til sálfræði- og ráðgjafastofunnar Líf og sál til þess að gera …
Athugasemdir