„Mér finnst þetta skemmtilegt og hef notað þetta til að létta stemningu á fundum til dæmis, en finn að eftir því sem fundargestirnir yngjast flýgur þessi brandari minna,“ segir Ragnar Páll Árnason, gagnaforritari hjá Össuri.
Við götuna Reykás í Árbænum býr einungis einn sem ber nafnið Ragnar. Og það er okkar maður; Ragnar Páll. Hann er uppalinn í höfuðstað Skagfirðinga, Sauðárkróki, en hleypti ungur heimdraganum og stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og síðar í Danmörku.
„Konan mín er úr Árbænum og þegar við fluttum heim að utan bauðst okkur að flytja á neðri hæðina hjá mömmu hennar og pabba,“ segir Ragnar Páll. Þegar svo kom að því að færa sig um set stuttu seinna vildi Árbæjarmærin kona Ragnars ekki færa sig of langt.
„Glott“ og „pínu sjokk“
„Hún kom heim einn daginn og sagðist vera búin að finna leiguíbúð í hverfinu,“ rifjar Ragnar upp og neitar því ekki að …
Athugasemdir (1)