Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
Ragnar: Reykás Ragnar Páll Árnason samþykkti með smá semingi að taka á leigu íbúð við Reykás, þegar hann og konan hans voru að gera sig klár til að kaupa sína eigin. Síðan eru liðin fimmtán ár enda keyptu þau sér í götunni, og vilja hvergi annars staðar vera. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

„Mér finnst þetta skemmtilegt og hef notað þetta til að létta stemningu á fundum til dæmis, en finn að eftir því sem fundargestirnir yngjast flýgur þessi brandari minna,“ segir Ragnar Páll Árnason, gagnaforritari hjá Össuri. 

Við götuna Reykás í Árbænum býr einungis einn sem ber nafnið Ragnar. Og það er okkar maður; Ragnar Páll. Hann er uppalinn í höfuðstað Skagfirðinga, Sauðárkróki, en hleypti ungur heimdraganum og stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og síðar í Danmörku.

„Konan mín er úr Árbænum og þegar við fluttum heim að utan bauðst okkur að flytja á neðri hæðina hjá mömmu hennar og pabba,“ segir Ragnar Páll. Þegar svo kom að því að færa sig um set stuttu seinna vildi Árbæjarmærin kona Ragnars ekki færa sig of langt. 

„Glott“ og „pínu sjokk“

„Hún kom heim einn daginn og sagðist vera búin að finna leiguíbúð í hverfinu,“ rifjar Ragnar upp og neitar því ekki að …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Erlingur Hansson skrifaði
    Upphafið var frétt sem sagði að borgarstjórnin ætlaði að bjóða fulltúum íbúa til Englands að skoða sorpmál. Áður höfðu þessir íbúar í Reykjavík mótmælt áætlunum borgarstjórnar um sorphirðu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pallinn - Greifi á Alþingi
Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pall­inn - Greifi á Al­þingi

Bassa­leik­ari hinn­ar goð­sagnak­endu sveit­ar Greif­anna, er einn af þing­vörð­um Al­þing­is. Jón Ingi Valdi­mars­son hef­ur gegnt starf­inu í sjö ár og þyk­ir gera það með sóma. Viddi, æsku­vin­ur hans og Greifi, seg­ir fáa betri drengi til en Jón. Fjöru­tíu ár eru síð­an hljóm­sveit­in var stofn­uð, kom sá og sigr­aði. Af­gang­inn skrifa menn um í sögu­bók­um. Hef­ur ekki áhrif á hæfi Bald­urs Þór­halls­son­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár