Reynir Hauksson gítarleikari, sem þekktur er sem Reynir del norte, eða Reynir norðursins, hefur elt ævintýrin um heiminn og hikar ekki við að hefja nýjan feril á fullorðinsárum. Hann flutti til Spánar til að læra flamenco-gítarleik, endaði á íslenskum jökli og er nú að hefja myndlistarnám á Spáni. Hann hefur þurft að takast á við sjálfan sig, ástir og ástarsorg og lent oftar en einu sinni í lífsháska.
Hann er hávaxinn og með sítt, dökkt hár. Situr á efstu hæð í Gamla bíói þar sem óperusöngur hljómaði í húsinu um árabil. Gítarinn er í tösku á bak við hann. Hann er í stuttu stoppi á Íslandi. Heimili hans er á Spáni en flamenco-tónlistin togaði í hann á sínum tíma.
Áður er hann segir frá því talar hann um æskuna – hávaxni, íslenski flamenco-gítarleikarinn sem þekktur er undir nafninu Reynir del norte; Reynir norðursins.
Reynir á fjögur eldri systkini og segist hafa fundið fyrir afbrýðisemi þegar litli bróðir hans kom í heiminn. „Ég var rúmlega eins árs þegar hann fæddist. Ég fann strax líka fyrir ábyrgðartilfinningu af því að ég var hræddur við það alla barnæskuna mína að hann myndi drepa sig; detta á hausinn og rotast. Ég var bara skíthræddur um hann og ég reyndi að passa mikið upp á hann.“
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir