Tvisvar í viku leiðir sjúkraþjálfarinn Kara Elvarsdóttir hóp kvenna í gegnum styrktarþjálfun undir yfirskriftinni Meðvituð hreyfing. Leið Köru að meðvitaðri hreyfingu var hlykkjótt en hún fór í kulnun eftir að hafa verið í fullu námi í sjúkraþjálfun, hreyft sig oft í viku, stundum oft á dag, eignast tvö börn og kennt ballett og aðra hreyfingu á fjórum mismunandi stöðum. Líkaminn sagði á endanum stopp.
„Ég er svolítið mikið fiðrildi, ég helst illa í einni níu til fimm vinnu. Frá því að ég var í háskólanum hef ég alltaf verið í milljón vinnum með, alltaf verið að fá ótrúlega skemmtileg tækifæri sem ég get ekki sagt nei við. Ég hef líka brennt mig á því að hafa alltof mikið að gera,“ segir Kara. En hún leit á kulnunina sem ákveðið tækifæri til að endurhugsa samband hennar við sjálfa sig, líkamann og hreyfingu.
Kara hefur stundað einhvers konar hreyfingu frá því …
Athugasemdir