starfsmenn lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýri hafa leitað til stéttarfélagsins Visku vegna þess að þeir hafa unnið yfirvinnu án þess að fá hana greidda. Þetta kemur fram í samtölum Heimildarinnar við fyrrverandi starfsmenn Alvotech, bæði innlenda og erlenda. Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku, segir að slík erindi hafi komið inn á borð til stéttarfélagsins. Georg vill ekki greina frá fjölda þeirra kvartana sem komið inn á borð til Visku út af Alvotech.
Allir átta fyrrverandi starfsmennirnir sem Heimildin talaði við -enginn vill koma fram undir nafni - hafa bæði jákvæða og einnig neikvæða hluti að segja um fyrirtækið og reynslu sína af því. Enginn þeirra er alfarið neikvæður í umsögnum sínum um fyrirtækið enda störfuðu sumir þeirra hjá Alvotech í fleiri ár. „Heilt yfir er ég ánægð með starfstíma minn hjá Alvotech. Þetta var dýrmæt reynsla en vandamálið er meðal annars að Alvotech vildi ekki greiða mér fyrir yfirvinnuna sem ég …
Athugasemdir