Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
Mikil keyrsla og vinnulálag Fyrrverandi starfsfólk Alvotech lýsir mikilli keyrslu og vinnuálagi hjá lyfjaþróunarfyrirtækinu sem mikið hefur gengið hjá til að fá markaðsleyfi fyrir samheitalyf gigtarlyfsins Humira í Bandaríkjunum. Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech, sést hér hringja viðskipti með Alvotech inn í Kauphöll 'Íslands. Mynd: Nasdaq Iceland
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

starfsmenn lyfjaþróunarfyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýri hafa leitað til stéttarfélagsins Visku vegna þess að þeir hafa unnið yfirvinnu án þess að fá hana greidda. Þetta kemur fram í samtölum Heimildarinnar við fyrrverandi starfsmenn Alvotech, bæði innlenda og erlenda. Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku, segir að slík erindi hafi komið inn á borð til stéttarfélagsins. Georg vill ekki greina frá fjölda þeirra kvartana sem komið inn á borð til Visku út af Alvotech. 

Allir átta fyrrverandi starfsmennirnir sem Heimildin talaði við -enginn vill koma fram undir nafni - hafa bæði jákvæða og einnig neikvæða hluti að segja um fyrirtækið og reynslu sína af því. Enginn þeirra er alfarið neikvæður í umsögnum sínum um fyrirtækið enda störfuðu sumir þeirra hjá Alvotech í fleiri ár. „Heilt yfir er ég ánægð með starfstíma minn hjá Alvotech. Þetta var dýrmæt reynsla en vandamálið er meðal annars að Alvotech vildi ekki greiða mér fyrir yfirvinnuna sem ég …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.
Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech leig­ir fast­eign­ir af fé­lög­um stofn­anda síns fyr­ir rúm­lega 1.700 millj­ón­ir

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem *Ró­bert Wessman stofn­aði, leig­ir fjölda fast­eigna af fyr­ir­tækj­um hans vegna rekstr­ar­ins á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið stefn­ir á skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig feng­ið fjár­mögn­un frá ís­lensk­um að­il­um og líf­eyr­is­sjóði.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár