Hommahvirfilbylur – Hinsegin raddir verða að heyrast hærra

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér í Funa­lind 2, hjá Leik­fé­lagi Kópa­vogs, að sjá verk­ið: „… og hvað með það?“ Hún skor­ar á hinseg­in og kynseg­in radd­ir að taka upp penna og skrifa um raun­veru­leika sinn.

Hommahvirfilbylur –  Hinsegin raddir verða að heyrast hærra
Leikhús „Árni Pétur Guðjónsson er leynivopn í íslensku leikhúsi. Hann er umbúðalaus, hugrakkur og lætur allt flakka.“
Leikhús

„… og hvað með það?“

Niðurstaða:

Lab Loki

Leikhúsið, Funalind 2 / Leikfélag Kópavogs

Höfundar: Rúnar Guðbrandsson, Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson

Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar

Ljós og hljóð: Arnar Ingvarsson

Gefðu umsögn

Tveir karlmenn hittast á óræðum stað. Hittast þeir til að ríða í rjóðri? Hittast þeir á höfuðborgarsvæðinu? Hittast þeir í Grikklandi til forna? Hittast þeir til að dást að sér eins og Narsissus í læknum? Hittast þeir til að tala saman af fullri alvöru? Hittast þeir til að horfa á sjálfan sig í fúlustu alvöru?

Eitt er víst að þeir hittast á litlu leiksviði í Kópavogi þar sem leikhópurinn Lab Loki hefur fundið nýjan tímabundinn samastað á jaðrinum, eins og svo oft áður. Leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson er við stjórn, eða reyndar óstjórn. Hann gefur leikurunum lausan taum, finnur sögum þeirra farveg og amast ekki yfir því þegar eitthvað fer úrskeiðis. Allt er í boði, allt er í lagi, allt er til umræðu.

„Getur einhver hinsegin kona eða kynsegin einstaklingur vinsamlegast tekið upp penna og skrifað leikverk um sinn raunveruleika“

Árni Pétur er leynivopn í íslensku leikkhúsi

Á síðasta ári stóð Lab Loki fyrir uppfærslu á Marat/Sade eftir Peter Weiss í Borgarleikhúsinu þar sem leikarar á efri árum komu saman til að framreiða fortíðina, með öllum sínum beyglum og ölduróti, yfir í nútíðina. Sýningin heppnaðist kannski ekki fullkomlega en var skínandi dæmi um hvernig ófullkomið leikhús getur stuðað, hvatt áhorfendur til hugsunar og síðast en ekki síst skemmt.

„… og hvað með það?“ vekur svipaðar tilfinningar og Marat/Sade þó að hláturinn sé ríkjandi að þessu sinni í bland við tregafullan harm. Textinn er samsuða af spuna, eigin texta leikara og örstutt brot úr verkum á borð við Englar í Ameríku eftir Tony Kuschner, Ástarsaga 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur, Bent eftir Martin Sherman, sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um tilveru samkynhneigðra karlmanna.

Árni Pétur Guðjónsson er leynivopn í íslensku leikhúsi. Hann er umbúðalaus, hugrakkur og lætur allt flakka. Frelsið hreinlega geislar af honum sem og hispursleysið. Hann daðrar, grínast, dansar og á einhverjum tímapunkti geltir, í algjörlega óborganlegu atriði. Sigurður Edgar er kannski ekki kunnugur íslenskum leikhúsáhorfendum en hann hefur dvalið og þróað sína list í Svíþjóð undanfarin ár. Raddstyrkur og leiktækni hans eru kannski ekki á sama stigi og hjá Árna en Sigurður bætir það upp með dansandi lipurð og kímnigáfu. Sigurður er mótvægi við Árna en þeir styðja líka hvor annan. Kennir sá eldri hinum yngri eða öfugt? Eða kannski bæði?

Áskorun til hinsegin eða kynsegin einstaklinga að skrifa leikverk

Eins og pistillinn ber með sér er „… og hvað með það?“ upplifun frekar en leiksýning sem hefur upphaf, miðju og endi. Fortíð, samtíð og framtíð grautast saman í vellingi þar sem hinseginleikinn er aðal bragðbætirinn. Örfáar sýningar eru eftir en leikhúsgestir eru hvattir til að taka sér drottningarnar á Priscillu til fyrirmyndar og skella sér í ævintýraferð upp í Kópavog, þar sem allt getur gerst.

Nokkur ögrandi lokaorð eru við hæfi sem niðurlag þessa pistils … Getur einhver hinsegin kona eða kynsegin einstaklingur vinsamlegast tekið upp penna og skrifað leikverk um sinn raunveruleika. Þetta er ekki spurning heldur hvatning og áskorun. Hinsegin raddir verða að heyrast hærra og á stærri leiksviðum.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu