Sólveig Sigurðardóttir segir það sorglega staðreynd að enn verði fólk með offitu fyrir fordómum. Það eigi við um fólk á öllum aldri, líka börn sem verði reglulega fyrir áreiti og fordómum vegna holdafars síns. Þetta sé að gerast þrátt fyrir að fólk viti í dag hvaða áhrif fordómar hafa á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verði. Sjálf hefur Sólveig þurft að þola fordóma frá barnsaldri sem urðu til þess að hún veiktist af átröskun. Hún segir að unglingsárin hafi verið henni sérstaklega erfið.
Var orðin veik af átröskun 11 ára
Sólveig segist ekki muna eftir sér öðruvísi en í glímu við aukakíló, orð sem hún hafi heyrt nær daglega allan uppvöxt sinn. Slíkt móti fólk til framtíðar. „Ég er búin að lifa með offitu frá því ég var barn. Ég á að baki mikla áfallasögu og var farin að misnota mat á unglingsárum.“
„Niðurstöðurnar staðfesta tengsl milli áfalla í æsku …
En, við verðum að geta tekið samtalið. Þetta byrjar heima að börn verða of þung. Þegar börn alast upp í fíkn, þá er þau í meiri áhættu en önnur börn að verða fíkninni að bráð og skiptir þá engu máli hver fíknin er. Séu börn allt og þung þegar þau eru komin í leikskóla, þá finnst mér að fagfólk þurfi að grípa inn í. Lífstílssjúkdómar eru á okkar ábyrgð. Börn fara nú yfirleitt ekki að drekka áfengi eða reykja fyrir fermingaraldurinn. Hvað með sælgætið? Hvað með sykruðu mjólkurvörurnar og kornmatinn? Krakkar vilja ekki grænmeti, því þeim finnst það vont. Afhverju finnst þeim það vont? Munið þið þegar verið var að setja snuðin (tútturnar) í sykurkarið til að fá börnin til að þegja augnablik. Það var alls ekki óalgengt að börn þurftu falskar tennur upp úr fermingu. Það tekur fimm ár að verða leikskólakennari, en það þarf ekki grunnskólapróf til að vera foreldri. Börnin eru á okkar ábyrgð og það er ekki fordómar að skikka foreldra til að sinna börnum sínum og innræta þeim almenna hollustu hætti. Hættið að láta sölumenn taka af ykkur völdin. Háin þrjú. Hollt, Hreyfing og Hvíld.