Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
Hjón Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson hafa fylgst að helming ævinnar, í 28 ár. Nú eru þeir samferða í kosningabaráttu um baráttuna um Bessastaði. Það kom aldrei til greina að Felix færi fram. „Ég held að hann sé bara miklu betri í þessu en ég,“ segir Felix. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.

Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fann fyrir létti þegar hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í síðustu viku. „Við ætlum að svara kallinu hátt og skýrt og taka slaginn,“ tilkynnti Baldur á framboðsfundi í Bæjarbíói á alþjóðlegum degi hamingjunnar. 

Baldur og eiginmaður hans, Felix Bergsson, taka á móti blaðakonu á heimili þeirra á Starhaga við Ægisíðu á björtum en köldum degi skömmu fyrir dymbilviku. Baldur lýsir sjálfum sér sem feimnum sveitastrák, hann ólst upp á bænum Ægisíðu á bökkum Ytri-Rangár og gerðist sauðfjárbóndi 13 ára gamall þegar afi hans gat ekki sinnt skepnunum vegna veikinda. „Ég var langt á undan Felix að vera Eurovision-aðdáandi. Ég man eftir því að þegar ég fór til vina minna á Hellu var ég að hlaupa í hléinu á Eurovision til að athuga hvort einhver kind væri búin að bera. Maður lærði svo mikið á þessu, að þurfa að …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Kynhneigð skiptir engu máli fyrir aðra en mann sjálfan. Sorglegt að lifa í þannig þjóðfélagi að geta ekki verið maður sjálfur. Við erum sem betur fer komin lengra en svo. Fordómar segja meir um þá sem dæma en þá sem eru dæmdir.

    Ég vona að Baldur og Felix verði næstu húsbændur á Bessastöðum. Ekki vegna kynhneigðar þeirra, heldur vegna hæfni þeirra í að bæta hvorn annan upp og vera sem einn maður. Við fáum tvo fyrir einn♥️
    Ekki misskilja mig. Vigdís Finnbogadóttir hafði allt til að bera, glæsileg,djúpvitur, skemmtileg, já meira en handfylli af hæfileikum♥️
    ÁFRAM Baldur og Felix!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár